Menu

Opið fyrir skráningu í Kópavogsþríþrautina 2024!

Búið er að opna fyrir skráningu í Kópavogsþríþrautina 2024 sem verður haldin sunnudaginn 12. maí næstkomandi!. Að venju er hún fyrsta þríþraut keppnistímabilsins. Við hvetjum alla til að skrá sig, byrjendur sem og lengra komna! Sjá nánar á vefsíðu Þríþrautarsambandsins.

Ný stjórn 2024

Aðalfundur Þríþrautardeildar Breiðabliks var haldinn fimmtudaginn 11. apríl 2024 í stúku Breiðabliks á Kópavogsvelli. Ný stjórn var kjörin og hana skipa: * Matthildur B Stefánsdóttir (Formaður) * Jón Axelsson * Leifur Gunnarsson * Valdimar Páll Halldórsson * Halldóra Gyða Matthíasdóttir…

Úrslit í Þorláksmessusundi 2017

Frábært Þorláksmessusund fór fram í morgun. Góð stemning og allir kátir. Eðalkaffi og með því á eftir. Fyrstu sundmennn í karla og kvennaflokki voru þau Amanda Ágústsdóttir og Sigurður Örn Ragnarsson.Úrslitin má finna hér að neðan. Konur 1 Amanda Ágústsdóttir…

Nýtt æfingatímabil

Æfingar 1. október 2017 - 1. október 2018 Sundæfingar:mán 19:30 - 20:30. (þjálfari)þri 5:30 - 7:00 (enginn þjálfari) mið 19:30 - 20:30. (þjálfari)þri 5:30 - 7:00 (þjálfari) lau 11:00 - 12 (þjálfari) lykilæfingHjólaæfingar: Í október 2017 úti á þri og…

FIRMAKEPPNI ÍSLANDS Í ÞRÍÞRAUT

Firmakeppni Íslands í þríþraut verður haldin í Sundlaug Kópavogs Borgarholtsbraut þann 10. september kl 10:00Keppt er í sprettþraut þ.e. 400m sund, 10,4 km hjól og 3,6 km hlaupi. Hvert fyrirtæki fær tvær tímatökuflögur sem þarf að skila í mark og…

Æfingabúðir Þríkó í Hveragerði

Í lok apríl voru æfingabúðir Þríkó í Kópavogi og Hveragerði. Búðirnar hófust á fimmtudagskvöldið 27.apríl með mögnuðum fyrirlestri Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. Næstu þrjá daga var synt í Laugaskarði, hjólað í átt að Þorlákshöfn og hlaupið í Hamarshöllinni og í skóglendi.…

Kópavogsþríþraut 2017

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Kópavogsþríþrautina sem fram fara þann 14.maí næstkomandi.Vegalengdir eru 400 m sund, 10,3 km hjól og 3,5 km hlaup.Keppt er eftir reglum þríþrautarnefndar.Synt er í Sundlaug Kópavogs, skiptisvæði er á Rútstúni fyrir neðan sundlaugina.Ræst verður…

Vel heppnaðar æfingabúðir Þríkó og 3N

Helgina 18 - 20 nóvember sameinuðust Þríkó og 3N í æfingabúðum við Vatnaveröld Keflavík. Um 40 manns tóku þar þátt í fjölbreyttum þríþrautarmiðuðum æfingum undir styrkri stjórn Nick Saunders og styrktarþjálfarans Rik Mellor. Á boðstólnum voru m.a. sundæfingar, hlaupaæfingar, trainer/Brick…

Íslandsbikarinn í tímatöku 2016

Okkar sigursæli hjólaþjálfari og þríþrautarkappi Hákon Hrafn Sigurðsson varð bikarmeistari í tímatöku í hjólreiðum 2016. Hákon sigraði með töluverðum yfirburðum, fékk alls 140 stig af 150 mögulegum úr þremur keppnum. Innilega til hamingju með enn einn bikarinn Hákon!

Íslandsbikarinn í tímatöku 2016

Þríkókonur gerðu það gott í tímatökumótum í hjólreiðum árið 2016 og röðuðu sér í efstu sætin. Margrét Pálsdóttir sigraði með yfirburðum, fékk alls 140 stig úr keppnum ársins. Irina Óslarsdóttir fékk silfurverðlaun og Margrét Valdimarsdóttir varð í fjórða sæti. Glæsilegur…

Kona 09:24:52

Ég heyrði í Rúnari núna stuttu eftir heimsmeistaramótið í Ironman á Havaí. Ég fékk að spyrja hann aðeins útí lífið og tilveruna í kringum þennan mikla árangur sem hann hefur náð í þríþraut á seinustu 5 árum. Hver er Rúnar…

Rúnar Örn Ágústsson á heimsmeistaramótinu í þríþraut

Rúnar Örn Ágústsson lauk um helgina keppni á heimsmeistaramótinu í Kona Hawaí á tímanum 9.24.52 klst. sem er besti árangur sem Íslendingur hefur náð í þeirri keppni. Hann varð í 18 sæti í sínum aldursflokki. Þríkó óskar Rúnari til hamingju…

Siggi Nikk Járnkall í Wales

Hinn magnaði félagi okkar Sigurður Nikulásson var að ljúka við Ironman Wales á 11.35.06 og óskar Þríkó honum til hamingju með flottan árangur en brautin er sérstaklega erfið á hjóli og hlaupum. Þetta er hans annar Ironman á árinu en…

Bikarmeistari Þríþrautarsambands Íslands 2016

Félagi okkar Hákon Hrafn Sigurðsson varð nýlega bikarmeistari karla 2016 í þríþraut. Hann fékk alls 150 stig eða 20 stigum meira en helsti keppinautur hans. Þríkó óskar Hákoni til hamingju með þennan glæsilega árangur.