Menu

Siggi Nikk Járnkall í Wales

Hinn magnaði félagi okkar Sigurður Nikulásson var að ljúka við Ironman Wales á 11.35.06 og óskar Þríkó honum til hamingju með flottan árangur en brautin er sérstaklega erfið á hjóli og hlaupum. Þetta er hans annar Ironman á árinu en hann lauk einnig Ironman Austria í lok júní. Sannanlega mikill járnkall hann Siggi.

back to top