Firmakeppni Íslands í þríþraut
- font size decrease font size increase font size
Um helgina fór fram firmakeppni Íslands í þríþraut í Kópavogi. Það var Þríkó sem sá um keppnishald og var það í alla staði glæsilegt. Keppt var í sprettþraut eða 400m sund 10km hjól og loks 3.6km hlaup. Alls tóku 8 fyrirtæki þátt með tvö lið hvert. Eða 16 lið og hvert lið gat verið skipt upp í 1-3 keppendur.
Advania héldu sínu sæti frá árinu áður og stóðu uppi sem sigurvegarar á tímanum 1:16:11. Annað sætið tók Íslandsbanki á tímanum 1:25:28 og það þriðja féll til Íslenskrar erfðagreininngar á tímanum 1:25:30. Samanlagður tími liðana tveggja frá hverju fyrirtæki gildir.
Öll úrslit og tíma er hægt að nálgast á tímatökusíðu Þríkó hér.