Menu

FMS greiningarpróf

Hafþór Rafn Benediktsson félagi okkar bauð Þríkó félögum upp á FMS (Functional Movement Screen) próf.  FMS er greiningarpróf þar sem vöðvajafnvægi, styrkur og hreyfigeta íþróttamanna er metin.

Niðurstöðurnar er síðan hægt að nota til að meta meiðslahættu og fyrirbyggja meiðsli með styrktar- og teygjuæfingum.

Það voru 27 Þríkó félagar sem fóru í prófið í gær. Að loknu prófi fá allir ráðleggingu um hvaða teygjur og styrktaræfingar henta hverjum og einum.

Við þökkum Hafþóri kærlega fyrir og hlökkum til að henda okkur í æfingarnar sem við fáum sendar. 

Sjá fleiri myndir hér:

back to top