Menu

Jón Margeir fyrstur og á mettíma í Þorláksmessusundi

Jón Margeir Sverrisson kom fyrstur í mark í Þorláksmessusundinu sem haldið var á þorláksmessumorgni í Kópavogslaug. Metþátttaka var í sundinu að þessu sinni en 62 sundmenn luku keppni og var meðalaldur þeirra um 45 ár.

Jón Margeir var 17 mínútur og 54 sekúndur að fara 1500 metrana sem synda átti og er það jafnframt langbesti tími sem náðst hefur í Þorláksmessusundinu. Besta tíma í kvennflokki að þessu sinni átti Guðlaug Þóra Marínósdóttir, 22 mínútur og 29 sekúndur, og kom hún fimmta í mark í heildina. Annar karl var Steinn Jóhannsson og þriðji Ragnar Viktor Hilmarsson en önnur kona Sigríður Lára Guðmundsdóttir og þriðja Helga Sigurðardóttir. 

Þetta var í 23. sinn sem Þorláksmessusundið var haldið og voru það Þríkó og Sunddeild Breiðabliks sem stóðu fyrir keppninni. 

Heildarúrslit eru hér: http://thriko.is/results/sund_%C3%BEorl%C3%A1ksmessusund_2013.htm

Myndir frá sundinu er að finna í myndaalbúmi

back to top