Menu

Þríþrautarhelgin mikla í Kópavogi 2012

Þríkó hélt laugardaginn 12. maí fyrsta þríþrautarmót ársins við Kópavogslaug. Kópavogsþríþrautin er sú þríþraut sem haldin hefur verið lengst, fyrst 1996 og óslitið frá 2006. Mótið telur til stiga í stigakeppni íslands í þríþraut.

 Það voru um 116 þátttakendur skráðir og 99 sem kláruðu þrautina en eitthvað var um úrskráningar af ýmsum ástæðum, þetta þýðir að þetta var fjölmennasta þríþraut sem haldin hefur verið á Íslandi. Þetta er yfir 30% fjölgun frá því í fyrra sem var líka met og sýnir hvað vinsældir íþróttarinnar vaxa hratt. Notast var í fyrsta skipti við nýtt tímatökukerfi sem Þríkó hefur keypt og er sérstaklega ætlað í þríþraut. Það verður notað í öllum helstu þríþrautum sumarsins og á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu.
Brautarmetið féll í kvenna flokki þrátt fyrir að brautin væri blaut og því erfiðari yfirferðar en undanfarin ár.
Sigurvegari í karlaflokki var Stefán Guðmundsson sem kláraði á tímanum 35:16
Sigurvegari í kvennaflokki var Birna Björnsdóttir á tímanum 38:24

Efstu þrír í flokkunum voru sem hér segir:

Konur 16-39 ára
1. Birna Björnsdóttir 38:24
2. María Ögn Guðmundsdóttir 41:03
3. Evgenia Ilyinskaya 43:53

Konur 40 ára og eldri
1. Alma María Rögnvaldsdóttir 41:48
2. Ásdís Söebeck Kristjánsdóttir 42:40
3. Sigrún Björg Ingvadóttir 48:14

Karlar 16-39 ára
1. Stefán Guðmundsson 35:16
2. Hákon Hrafn Sigurðsson 35:21
3. Torben Gregersen 35:47

Karlar 40 ára og eldri
1. Finnbogi Gylfason 40:58
2. Haraldur Njálsson 41:05
3. Guðmundur G Þorleifsson 41:07

Besti sundtíminn: Stígur Zöega: 5:40
Besti hjólatíminn: Hákon Hrafn Sigurðsson 16.23
Besti hlaupatíminn: Stefán Guðmundsson 9:31

Heildarúrslit má finna hér


Eftir hádegi var síðan haldin barna og fölskylduþríþraut í boði Þríkó og Tri.is. Hún var fyrir börn 12-16 ára og einnig voru fjölskyldur saman í þriggja manna liðum þar sem greinum var skipt á milli liðsfélaga. Glæsileg verðlaun voru í boði Tri.is og fleiri styrktaraðila, í fyrsta sæti var 30.000 króna úttekt í Tri.is, 20.000 fyrir annað sæti og 10.000 í þriðja. Einnig hlutu öll liðin flott útdráttarverðlaun ásamt því að verðlaunað var fyrir bestu sund, hjóla og hlaupatíma. Hugmyndin er að gera þessa fjölskylduþraut að árlegum viðburði.

Úrslit
Lið 200m sund, 5km hjól, 1,5km hlaup
1. Ofurhetjur ehf. 19:03
2. Afturábak 21:05
3. Lundarar 22:46
4. Skrúfurnar 23:33
5. Hvannarar 23:55
6. Tígrarnir 24:33
7. Team L3giD 27:20

Einstaklingar 200m sund, 10km hjól, 1,5km hlaup
1. Marteinn Guðmundsson 31:38
2. Óskar Gauti Lund 32:54


Besti sundtíminn: Elvar Níelsson (Skrúfurnar) 2:28
Besti hjólatíminn: Steinn Jóhannsson (Ofurhetjur ehf.) 9:24
Besti hlaupatíminn: Guðmundur Guðnason (Tígrarnir) 5:06

back to top