Menu

Góður árangur hjá Þríkófólki í Ironman í Mexíkó

Í gær fór fram járnkarlinn í Mexíkó í Cozumel. Þetta er erfið braut, bæði eru neoprene gallar bannaðir í sundinu  og það er alltaf töluvert rok, alda og hiti. Það gerir sund-og hjólaleggina erfiða. Meðaltími þeirra sem klára er yfir 13 klukkustundir.

Þrír íslendingar voru að keppa þarna og æfa þau öll með Þríkó og hlaupahópnum Bíddu Aðeins í Kópavogslaug. Ásgeir Elíasson kláraði á tímanum  11:28:29 sem verður að teljast frábær árangur á þessari braut. Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé var að klára sinn fyrsta heila járnkarl og gerði sér lítið fyrir og náði bezta tíma ársins hjá íslenskri konu í Ironman eða 13:24:33. Kristjana Bergsdóttir var líka að fara sinn fyrsta járnkarl og markmið hennar var að klára keppnina sem hún gerði með glæsibrag á tímanum 16:43:10 en Kristjana varð 60 ára nýlega. Hún var fyrst í sínum aldursflokki eftir sundið og var önnur tveggja í aldursflokknum sem náði að klára þrautina. Þríkó óskar þessum góðu fyrirmyndum innilega til hamingju með þennan glæsilega áfanga.  

back to top