Menu

Skráning er hafin í Tri.is Kópavogsþríþraut 2013

Þríþraut Kópavogs verður haldin sunnudaginn 12. maí n.k. Mæting í Sundlaug Kópavogs, við Borgarholtsbraut kl. 8.00

Keppt er í tveim riðlum og er fyrri riðillinn ræstur í sund kl. 9.00 og seinni riðill kl. 9.25 (Þetta gæti breyst, fer eftir keppendafjölda)

Reglur:

Keppt er eftir keppnisreglum Þríþrautarnefndar ÍSÍ um þríþraut.
Keppt er í tveim aldursflokkum karla og kvenna og miðast aldurskipting við fæðingarárið 1973. Keppnin er hluti af stigakeppni ÍSÍ í þríþraut. Keppendur eru beðnir um að lesa sér til um keppnisreglur í þríþraut á http://triathlon.is/

ath. skylda er að hjóla með hjálm
ath. keppendur keppa á eigin ábyrgð

Keppnisbraut:

Sund 400 m,
Hjól 10,35 km
Hlaup 3,55 km

Þátttakendur þurfa að kynna sér keppnisbrautina og má finna kort af brautinni hér.

Smellið á mynd til að stækka

Kort af skiptisvæði er hér.
Smellið á mynd til að stækka
Smellið á mynd til að stækka

Þáttökugjald og skráning:
Þáttökugjald er kr. 2.500.- á keppanda. Keppendafjöldi er takmarkaður
Skráning fer fram hér: https://breidablik.felog.is/

Ef þú ert ekki þegar til í skráningarkerfinu þarf að byrja á því að skrá sig sem notanda með því að smella á "Nýskráning" neðst í innskráningarglugganum. Athugið að haka þarf við "Samþykkja skilmála" og síðan í nýskráningunni þarf að vera hakað við "Er jafnframt iðkandi"  Ath. Ekki hafa áhyggjur þó að þið hakið við "er iðkandi". Það verður engin skráður í Breiðablik eða Þríkó vegna þess.

Síðan er valið Námskeið/flokkar í boði og því næst Kópavogsþrautin 12.maí og smellt á Skráning á námskeið. Skrá þarf áætlaðan sundtíma og félag í athugasemdasvæðið.
Einungis 18 ára og eldri geta skráð sig inn í kerfið, ef skal skrá 16-17 ára keppanda getur forráðamaður skráð hann með því að velja að skrá nýjan iðkanda.

Verðlaun:
Veitt eru verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sæti í hvorum flokki.
Veitt eru sérstök verðlaun fyrir síðasta sætið
Veitt eru sértök verðlaun fyrir besta tíma á hverjum legg
Útdráttarverðlaun

Frekari upplýsingar fást hjá Þríkó:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða keppnisstjóra Einar S. Kristinsson, einar(hja)miracle.is

back to top