Menu

Hagnýtar upplýsingar vegna Tri.is Kópavogsþríþrautar 2013

Rúmlega 100 keppendur eru skráðir til keppni. Mæting er klukkan 8:00 í síðasta lagi og tæknifundur á túninu 8:20. Mætum tímanlega og höfum gaman.
Keppnisgögnin innihalda ma. flögu og ól til að festa flöguna á ökklann. Notast verður við rafrænt tímatökukerfi og því alveg nauðsynlegt að muna eftir flögunni á sunnudagsmorgun ef menn vilja fá tíma.

Hægt er að sækja sundbrautalistann í viðhengi neðst í fréttinni.

Það eru nokkur atriði sem verða aldrei of oft kveðin og við viljum árétta:

  • Keppendur eru á eigin ábyrgð
  • Keppt er eftir reglum Þríþrautarnefndar ÍSÍ um þríþraut. Keppendur skulu kynna sér þær triathlon.is
  • Það er skylda að hjóla með hjálm og synda með sundhettu
  • Á hjóli þarf númer að vera sýnilegt að aftan og í hlaupi að framan
  • Kort af brautinni má finna á vefsíðu Þríkó og á keppnisstað
  • Á hjólaleggnum verða keppendur að sýna sérstaka varúð. Það verða margir keppendur á brautinni og hún gæti verið blaut. Keppendur skulu halda sig hægra megin í brautinni til að hleypa hraðari kleppendum framúr. Draft er bannað
  • Það er óheimilt að hjóla á skiptisvæðinu þe. fyrir innan motturnar og varðar tímavíti eða brottvísun
  • Allur búnaður verður að vera á skiptisvæði, ekki má geyma neitt á sundlaugarbakkanum einsog föt, skó osfrv.
  • Keppendur eru beðnir að mæta klukkan 8:00 á keppnisdag, sunnudaginn 12. Maí

Að lokum viljum við minna á fjölskylduþríþrautina sem við höldum í samvinnu við Tri.is en hún hefst klukkan 13:00. Ekkert keppnisgjald og góðir vinningar í boði.

Keppnisstjóri: Einar S. Kristinsson s. 6629964
Dómari: Ásgeir Elíasson
Tímavörður: Bertel Ingi Arnfinnsson

Við viljum minna á styrktaraðila keppninnar: Tri.is, Ecco, Brooks, Triceland, Aquasport, Intersport, Hreysti, Grand Hótel, Soccerade, Segway, Málning, Sundlaug Kópavogs og Kökuhornið. 

back to top