Menu

Kjósarspretturinn 2013 - Úrslit

Á laugardaginn 20. júlí hélt Þríkó sprettþríþrautina Kjósasprettinn við Meðalfellsvatn. Þríþrautin er sú fyrsta sem haldin er með jöfnu vægi greina þar sem uþb. jafn langur tími fer í sund, hjól og hlaup. Keppnin var haldin í samstarfi við Kaffi Kjós og Kjósarstofu en fjölskylduhátíðin Kátt í Kjós fór fram þennan dag og voru ýmsar uppákomur um alla sveitina.

Mótið heppnaðist vel, keppendur voru 20 og kláruðu allir nema einn sem lenti í að sprengja á hjólinu. Veður var með ágætum þó var smá gjóla og hiti hefði mátt vera örlítið hærri en í heildina bara fínt. Vatnið var kaldara en gert hafði verið ráð fyrir enda sumarið verið sólarlítið, kalt og vætusamt á þessum slóðum. Vatnshiti um mánaðarmótin júlí- ágúst er yfirleitt á bilinu 13-16°C en reyndist nú vera rétt um 12°C og jafnvel kaldara þar sem sundið var ræst og endað. Fólk lét ekki vatnshitann trufla sig en allir syntu í galla nema sjósundgarpurinn Þorgeir Sigurðsson sem var einungis á sundskýlu. Var hraðasti sundmaðurinn einungis 21:58 með rúma 1400 metra og sá hægasti 52:33.

Sigurvegari karla var hinn margreyndi þríþrautarmaður Steinn Jóhannsson á tímanum 1:10:52 og fyrst í kvennaflokki var hörkutólið Ólöf Pétursdóttir á tímanum 1:25:39. Sigurvegarar í öllum flokkum voru leystir út með kvöldverði fyrir tvo á Sake barnum Laugavegi 2. Þríkó þakkar öllum keppendum, starfsmönnum og samstarfsaðilum kærlega fyrir góðan dag og vonum að við getum endurtekið leikinn að ári.

Heildarúrslit úr keppninni má finna á úrslitasíðu þríkó ásamt öðrum úrslitum úr keppnum Þríkó frá upphafi. Hérna

konur 16-39:                                     sund   T1    hjól    T2     hlaup  heild
1. Ólöf Pétursdóttir                           27:35 1:55 31:04 0:22 24:41 1:25:39
2. Stefanie Gregersen                    28:07 1:13 30:23 0:30 26:29 1:26:44
3. Jóhanna Helgadóttir                   52:33 4:42 42:48 0:08 36:17 2:16:30

karlar 16-39:
1. Bjarki Freyr Rúnarsson              26:21 1:19 26:57 0:24 19:39 1:14:42
2. Ásmundur Helgi Steindórsson 27:57 1:00 27:58 0:27 23:25 1:20:48
3. Pétur Már Ómarsson                   30:25 1:05 29:52 0:29 24:21 1:26:14

konur 40-49:
1. Corinna Hoffmann                       34:25 2:34 33:05 0:10 28:13 1:38:29

karlar 40-49:
1. Steinn Jóhannsson                      21:58 0:45 27:42 0:38 19:47 1:10:52
2. Þórhallur Halldórsson                 27:53 2:16 29:39 0:40 25:44 1:26:14
3. Einar Kristinsson                          31:51 1:17 30:16 0:46 23:37 1:27:48

karlar 50-59:
1. Sævar Pétursson                        26:50 2:05 29:00 0:21 21:59 1:20:18
2. Jakob Schweitz Þorsteinsson  27:45 2:23 32:32 0:40 23:21 1:26:43
3. Þorgeir Sigurðsson                    32:39 2:25 35:50 0:26 29:15 1:40:38

back to top