Menu

Firmakeppni Íslands í þríþraut

Um helgina fór fram firmakeppni Íslands í þríþraut í Kópavogi. Það var Þríkó sem sá um keppnishald og var það í alla staði glæsilegt. Keppt var í sprettþraut eða 400m sund 10km hjól og loks 3.6km hlaup. Alls tóku 8 fyrirtæki þátt með tvö lið hvert. Eða 16 lið og hvert lið gat verið skipt upp í 1-3 keppendur.

Advania héldu sínu sæti frá árinu áður og stóðu uppi sem sigurvegarar á tímanum 1:16:11. Annað sætið tók Íslandsbanki á tímanum 1:25:28 og það þriðja féll til Íslenskrar erfðagreininngar á tímanum 1:25:30. Samanlagður tími liðana tveggja frá hverju fyrirtæki gildir.

Öll úrslit og tíma er hægt að nálgast á tímatökusíðu Þríkó hér.

back to top

Sundæfingar

mán: 19:30 - 20:30. (þjálfari)

mán: 5:50 - 7:00 (enginn þjálfari)

mið: 19:30-20:30.  (þjálfari)

mið: 5:50 - 7:00 (þjálfari)

lau: 11:00 - 12 (þjálfari) lykilæfinging

Hjólaæfingar

Samhjól þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00 til 20. sept og sunnudaga kl.9:00, frá Smáranum allt árið.

Dagskrá frá og með 23.september:

þriðjudaga og fimmtudaga á wattahjólum í Sporthúsinu:
kl. 17:15, 18:40 og 20:05 (3 tímar í boði en 18:40 sérlega tileinkaður þríþraut)
 
sunnudaga útihjól kl. 9:00 - 12:00 (1-4 tímar) lykilæfing
sunnudaga innihjól kl. 9:00 - 12:00

Hlaupaæfingar

Vetur (hefst í lok okt): hlaup á hlaupabretti í Sporthúsinu á miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 9:00

Stutt hlaup (10mín) eftir innihjól á hlaupabretti á þriðjudögum og fimmtudögum

Sumar: Hlaup á miðvikudögum frá Kópavogslaug kl. 17:30 (hraðaæfinga á Kópavogsvelli) og laugardögum kl. 9:00