Samantekt af kynningarfundinum 30.ágúst
- font size decrease font size increase font size
Kynningarfundur Þríkó 30.ágúst 2016 Smárinn, íþróttahús Breiðabliks
· Rannveig kynnti sig og gaf stutt yfirlit. Sýndi glærur. Fyrst yfirlit um þjálfara. Viðar, Ívar Trausti og Hákon í samstarfi við Margréti Páls. Margrét Ágústs með jóga og Hafþór með styrktarþjálfun og Hákon með sundþjálfun.
· Viðar kynnti þríþrautarþjálfunina. Fengum í fyrra Nick Saunders og notast var við Training Peaks. Fjarlægð þjálfara var galli og vonast Viðar til að skapa meiri nálægð með heimaþjálfurum. Viðar sýndi æfingartöflu. Hákon verður með sundþjálfun á miðvikudögum á bakkanum. Förum inn um miðjan október í spinning hjá Reebok. Hlaupið: Mikil starfssemi.
· Viðar sýndi hvað væri innfalið í árskorti (ath glæru). Prógramm miðast við olympíska þraut – hálfur Ironman. Viðar sagði frá mismunandi verði á árskortum. Sagði frá æfingabúðum sem verða líklega 18-20 nóv og svo aftur um mánaðarmótin mars – apríl.
· Ívar Trausti: Sagði frá æfingarprógrömmum sem eru fyrir alla. Við hæfi allra. Hlaupahópurinn er stór. Notar Facebook til að koma skilaboðum áleiðis og æfingarplön. En jafnframt verður TP notað líka. Mismunandi markmið t.d. eru menn núna að fara í þriggja landa hlaup.
· Hákon kynnti hjólaþjálfun. Sagði frá uppruna sínum í hjólasportinu. Þríþrautarhjólari. Hjólaæfingar á þriðjudögum og sunnudögum. Hjólaæfingar eru öðruvísi en hlaup og sund þar sem æfingar eru langar og getubilið mikið. En það verður nóg af aðstoðarfólki til að aðstoða mismunandi breidd. Í september verður frítt á æfingar og í lok mánuðarins verður kynnt hvernig pakkinn verður. Ekki mikið um æfingar á göngustígum. Bjóðum alla velkomna, sérstaklega byrjendur. Líka þeir sem eru lengra komnir. Spurning úr sal: Hversu gott þarf hjólið að vera? Cykelcross hjól þegar ísing byrjar. Hvernig með trainer æfingar? Interval æfingar á trainer verða í formi Brick æfinga. Hver verður áherslan varðandi tækni? Grunnæfingar í hópum. Hjólafærniæfingar eru ekki á plani heldur „venjulegar“ hjólaæfingar.
· Hákon Jónson kynnti sínar æfingar. Garpar æfa með þríþrautarfólki. En Garpar fá meira af öllum sundum og stungum oþh. Þríþrautin fær meira í ætt við Open Water. Nokkur mót sem verða í vetur sem við sníðum okkur að. Til dæmis Þorláksmessusundið, lítið Garpamót í nóvember og Garpamótið í mai þar sem allir Garpar á landinu koma saman. Svo er Íslandsmótið í sjósundi i júlí. Vill fókusa á sjósund í vor. Fyrir byrjendur þá er sniðugt að fara á skriðsundsnámskeið. Byrjendur fá svokallaðar bakkaæfingar, stærri kjarnaæfingar fyrir þá sem eru lengra komnir. Morgunæfingar verða þríþrautarmiðað en kvöldsundin eru meira Garpamiðaðar. Hákon býður einnig upp á vídeo-sundgreiningu. Guðjón Trausta gaf reynslusögu og mælti með greiningunni.
· Hafþór Ben. talaði um styrktaþjálfun sem hann verður með í byrjun október. Verður til að byrja með með core þjálfun. Byrja rólega og auka álagið svo jafnt og þétt. Unnið mikið með eigin líkama. En þetta verður fyrir byrjendur sem og lengra komna. Verður með séræfinga fyrir hópa t.d. þá sem ætla í Ironman. Hann og Hákon verða með tækjakennslu t.d. forvarnir til að koma í veg fyrir akslarmeiðsli oþh. Hóptími á fimmtudögum og svo aukaæfingar fyrir sundfólk. Spurning: Er hægt að byrja úti? Já, ef þátttaka fæst. Hver er bakgrunnur þinn? Einkaþjálfari frá Keili. Hefur ekki átt við meiðsli að stríða eftir að hann byrjaði í styrktarþjálfun. Verður með app fyrir æfingar.
· Margrét kynnti jóga. Lærði hjá Guðjóni Bermann og kenndi mikið þar. Var með jóga í fyrra einu sinni í viku sem að tókst mjög vel. Fór yfir kosti þess að stunda jóga vikulega. Eykur styrk, liðleika, fókus, stjórn á öndun og kemur í veg fyrir meiðsli. Fór einnig yfir það hvað jóga gerir fyrir einstakar greinar þríþrautarinnar. Jóga verður í beinu framhaldi af styktaræfingum. Hákon og Viðar mæltu sérstaklega með þessu.
· Steinþóra og Sigurrós kynntu sig sem leiðbeinendur hlaupahóps þar sem byrjendur vilja prófa að vera með. Á mánudögum verður fræðsla og tækniæfingar. Þetta er 8 vikna námskeið. Á miðvikudögum og laugardögum verða einnig æfingar. 6000 kr gjald gengur upp í árgjald. Æfingar hefjast fljótlega í september.
· Rannveig kynnti drög um fræðsluerindi. 2 á önn. Til dæmis grunnhugtök þjálfunar, áhrifamáttur hugans, áhrif styrktarþjálfunar og einkenni ofþjálfunar og afleiðingar hennar, matarræði. Nýliðanámskeið. Garmin, grunnlæsi á ýmiss tæki, púlsmælir og einnig t.d hvernig á að skipa um ef dekk springur.
· Rannveig kynnti Þríkó áskorun. Það þarf að taka þátt í tveimur keppnum til að fá stig. Karlar og konur fá verðlaun. Einnig efnilegasti nýliðinn. Og stigahæsti þríþrautarmaðurinn.
· Rannveig kynnti nýja þríþrautargalla Þríkó. Ný pöntun fer fljótlega i gang. Kynnti BIORACER - galla.
· Birna sagði frá mótanefnd. Þríkó stendur fyrir þremur mótum. Sprettþraut í maí, firmakeppni Íslands og Þorláksmessusundið. Að ýmsu að huga varðandi mót. Brautarvarsla, matur, dómgæsla ofl og mikilvægt að sem flestir taki þátt í því. Firmakeppni er til skemmtunar fyrst og fremmst. Nú er leyfilegt að kaupa keppnismann inn í fyrirtækið. Hvatti viðstadda til að skrá sig. Vantar sjálfboðalið til að vinna á sunnudag.
· Velferðanefnd var ekki á staðnum en Viðar sagði frá því að hún skipuleggði skemmtanir fyrir utan æfingar t.d. æfingarbúðir og uppskeruhátíð.
· Önnur mál: Spurt meira út í ársgjöldin og Brickæfingar sem verða einu sinni í mánuði á Kópavogsvelli. Hákon talaði um að hugsanlega verða hjólaæfingar að einhverju leyti kynjaskiptar. Einnig var spurt um hvað væri traineræfingar. Hvenær byrjar prógrammið. Sundæfingar eru byrjaðar, hlaupaæfingar einnig. Hjólaæfingar byrja fljótlega. Varðandi lokuð kort þá geta menn nýtt sér aðstöðu í Sporthúsinu. En Kópavogsbær lokaði á sundið. Ef menn kaupa strax kort í Þríkó þá gildir kortið í allar stöðvar þangað til að Reebok í Kópavogi opnar. Verða skipulagaðar Brick æfingar? Já einu sinni í mánuði. Verða sett inn test fyrir þríþraut? Já reglulega og menn stilla álagið eftir þeim niðurstöðum. Spurt út í æfingar á TP. Er hægt að sjá þær fram í tímann. Já en það á eftir að útfæra þetta betur. Viðar sýndi hvernig TP virkar. Verða prógrömm ólík eftir getustigi? Já t.d. miðað við aldur. Eldri hvíla meira.
Fundi slitið kl.20.57. Guðmundur Ingi tók saman