Menu

FIRMAKEPPNI ÍSLANDS Í ÞRÍÞRAUT 2016

Firmakeppni Íslands í þríþraut verður haldin í Sundlaug Kópavogs Borgarholtsbraut þann 4. september kl 10:00

Keppt er í sprettþraut þ.e. 400m sund, 10,4 km hjól og 3,6 km hlaupi. 

Hvert fyrirtæki fær tvær tímatökuflögur sem þarf að skila í mark og nota til þess 2 til 6 þátttakendur sem skipta á milli sín 3 hlutum keppninnar, sundi, hjóli og hlaupi og færa tímatökuflöguna á milli liðsmanna inni á skiptisvæði.
Einn keppandi má einnig klára alla þrautina.

Þátttökugjald fyrir hvert lið (2-6 þátttakendur) er 30.000 kr.

Fyrirtæki má kaupa fleiri en eitt lið inn í keppnina. Hvert lið tilnefnir fyrirliða við skráningu sem er ábyrgur fyrir samskiptum við mótstjórn.  Það fyrirtæki sem hefur samanlagða 2 stystu keppnistímana vinnur Firmakeppni Íslands í þríþraut. Verðlaun fyrir sigur er farandbikar og eignarbikar.

 

Reglur fyrir Firmakeppni Íslands:

  1. Fyrirtæki getur sent allt að 6 manns í hverju liði.
  2. Ekki er leyfilegt að skipta um liðsmann innan sunds, hjóls eða hlaups, einungis á milli greina.
  3. Fyrirtækið þarf að skila tveimur heildartímum. Þ.e. fyrir heila þríþraut.


Skráningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 1. sept.

Smelltu hér til að skrá þig og þitt fyrirtæki

 

 

Brautarlýsing: Hjóla og hlaupaleiðir

Brautarlýsing

back to top