Menu

Breskur atvinnumaður ráðinn aðalþjálfari hjá Þríkó

Nick Saunders fyrrum atvinnumaður í Ironman hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari Þríkó, þríþrautardeildar Breiðabliks. Nick er atvinnuþjálfari búsettur í Bretlandi en hann náði góðum árangri sem atvinnumaður og komst m.a. tvisvar á heimsmeistaramót Ironman í Kona á Hawai. Hann rekur fyrirtækið Triathlon Performance Solutions ásamt fleiri reyndum þjálfurum. Nick er farsæll og eftirsóttur þjálfari og því er mikill fengur fyrir Þríkó að fá hann til liðs við félagið.

 

Viðar Bragi Þorsteinsson mun áfram stýra hjólaæfingum Þríkó og aðstoða Nick. Lögð er áhersla á að æfingarnar henti öllum og því verður haldið áfram með hraðaskipta hjólahópa. Hákon Jónsson mun stýra sundæfingum og áframhald verður á samstarfi við hlaupahópinn Bíddu bliki, undir stjórn Ívars Trausta Jósafatssonar í heimsklassa aðstöðu fyrir æfingar bæði inni og úti.

 

Kynningarfundur verður haldinn í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks, þriðjudaginn 8. september, klukkan 20:00. Allir eru velkomnir, bæði þeir sem hafa verið að æfa með Þríkó áður, sem og þeir sem eru að leita sér að góðri líkamsrækt í skemmtilegum félagsskap eða hafa áhuga á þríþraut.

 

Nánari upplýsingar Viðar Bragi Þorsteinsson í síma 664 1887 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


www.triathlonperformancesolutions.com

back to top