Menu

Járnmaðurinn 2015

Þríþrautarkeppnin Járnmaðurinn var haldin í Kjósinni laugardaginn 08.08.2015. 

Meðal þátttakenda var Chris McCormack, kallaður Macca, en hann er margfaldur heimsmeistari í þríþrautarkeppnum, bæði styttri sem lengri, nánari upplýsingar um Macca er að finna hér: Hann er hættur atvinnumennsku og er aðallega í að þjálfa þríþrautarfólk, þjálfar td. Caroline Steffen, sjá nánar hér:

Nick Saunders var einnig meðal þátttakenda en hann var atvinnumaður í Ironman keppnum, en er nú þjálfari og rekur fyrirtækið TPS ásamt Ben Bright sem er landsliðsþjálfari Bretlands, sjá nánar hér: 

Vegalengdin var svokölluð hálf vegalengd, eða (e. half distance), sund 1,9 km, hjól 90 km og hlaup 21,1 km. Synt var í Meðalfellsvatni, hjólað fyrst inn Kjósarskarðsveg og síðan inn í botn á Hvalfirði og sömu leið til baka. Hlaupið voru tveir hringir, þar sem hlaupið var að Grjótfelli og síðan inn eftir Meðalfelli. 

Einnig var hægt að keppa í tvíþraut, annað hvort sundi og hjóli, eða hjóli og hlaupi, auk þess sem boðið var upp á liðakeppni, þ.e. 1-3 aðilar gátu skipt á milli sín þríþrautunum.

Járnmaðurinn er fyrsta þríþrautarkeppnin á Íslandi þar sem synt er í svokölluðu opnu vatni (e. open water) í hálfri vegalengd.  

ÚRSLIT 
Fyrsti karlmaður í mark var Nick Saunders á tímanum 4:30:06, annar var Viðar Bragi Þorsteinsson á tímanum 4:39:30 og þriðji var Egill Valur Hafsteinsson á 5:10:38. Chris McCormack þurfti því miður að hætta keppni vegna bæði kulda og meiðsla.

Fyrsta kona í mark var Ebba Særún Brynjarsdóttir á tímanum 5:21:27, önnur var Telma Matthíasdóttir 5:37:24 og þriðja var Margrét Pálsdóttir á 5:48:11. 

LIÐAKEPPNIN
Þrjú lið voru skráð til leiks. Í fyrsta sæti voru Þrjár kanínur á tímanum 5:43:43, í 2 sæti GAS á 5:46:32 og í þriðja sæti Þríkó/Sjór/Systur á 6:04:08. 

TVÍÞRAUT - SUND OG HJÓL 
Þrír þátttakendur tóku þátt í tvíþrautinni, sund og hjól. Geir Ómarsson var fyrstur á tímanum 3:13:32, Jón Gunnar Kristjánsson annar á tímanum 3:42:46 og Kristjana Bergsdóttir fékk gull kvenna á tímanum 6:02:00. 

TVÍÞRAUT - HJÓL OG HLAUP
Einn þátttakandi tók þátt í tvíþrautinni, hjól og hlaup. Erlendur Birgisosn og lauk hann keppni á tímanum 5:11:43. 

ALDURSFLOKKAÚRSLIT
1 sæti M 18-29 Egill Valur Hafsteinsson, 5:10:38

1 sæti M 30-39 Gunnar Stefánsson, 5:17:57
2 sæti M 30-39 Hafþór Rafn Benediktsson 5:24:55
3 sæti M 30-39 Hákon Jónsson, 5:28:16

1 sæti M 40-49 Nick Saunders 4:30:06
2 sæti M 40-49 Viðar Bragi Þorsteinsson 4:39:30
3 sæti M 40-49 Steven Purcell 5:10:38

1 sæti M 50-99 Trausti Valdimarsson 5:19:26
2 sæti M 50-99 Rafnkell Jónsson 5:27:12
3 sæti M 50-99 Pétur Einarsson 5:48:01

1 sæti F 30-39 Ebba Særún Brynjardsóttir 5:21:27
2 sæti F 30-39 Telma Matthíasdóttir 5:37:24
3 sæti F 30-39 Margrét Pálsdóttir 5:48:01

1 sæti F 40-49 Halldóra Matthíasdóttir 5:54:08
2 sæti F 40-49 Anna Helgadóttir 6:20:58
3 sæti F 40-49 Irina Óskarsdóttir 6:21:37

1 sæti F 50-99 Sigríður Sigurðardóttir 6:59:56

Öll nánari úrslit er að finna hér

ÞAKKIR 

Þökkum öllum starfsmönnum sem gerðu okkur kleift að halda þetta mót og voru þátttakendur mjög þakklátir þeim fyrir hvatningu og vel unnin störf.

Þríkó þakkar einnig styrktaraðilum kærlega fyrir þeirra framlag:

Styrktaraðilar voru: Gló, Norðurál, Bílaleiga Akureyrar, Askja, Tri.is, Kría, Fosshótel og Kökuhornið.

Þökkum öllum keppendum fyrir drengilega framkomu og vonumst til að sjá ykkur öll og fleiri að ári.

 

Hér eru myndir frá keppninni: 

Arnold Björnsson

Örn Sigurðsson

Jón Oddur Guðmundsson

Jón Oddur Guðmundsson - síðari hluti

Viggó Ingason

Hafþór Rafn Benediktsson - hópmyndir 

Hafþór  - verðlaunaafhending 

back to top