Menu

Íslandsmótið í Víðavatnssundi 2015

Íslandsmótið í Víðavatnssundi var haldið í Nauthólsvík miðvikudaginn 29. júí 2015 í sjöunda skipti. 

Mótið er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands, Securitas og Hins Íslenska Kaldavatnsfélags. Rúmlega 50 keppendur tóku þátt í ár þar af voru Þríkó félagar 13. 

Keppt var í þremur vegalengdum, 1 km, 3 km og 5 km, í karla og kvennaflokki og í aldursflokkum. Þessum flokkum er svo skipt upp í þá sem synda í neopran galla og án galla.

Íslandsmótið er hluti af Íslandsgarpinum (www.islandsgarpur.is) ásamt Jökulmílunni (www.jokulmilan.is)  og 7 tinda hlaupinu í kringum Mosfellsdal.  

Íslandsmeistarar í 5 km án galla
Margrét J Magnúsdóttir og Ásgeir Elíasson Þríkó félagar urðu Íslandsmeistarar í 5 km vegalengd án galla, en alls tóku fimm sundmenn þátt í þeim flokki.   

Sundkóngur og Sunddrottning ársins
Íslandsmeistari karla og kvenna í 3 km án galla fengu einnig titilinn Sundkóngur og Sunddrottning ársins og hlutu þau bikara sem gefnir voru af Helga Sigurðssyni en hann hlaut titilinn sjálfur árið 1962. Þau Þorgeir Sigurðsson í Þríkó og Birna Hrönn Sigurjónsdóttir Sjór/Afturelding tóku við bikurunum af Helga.

 

Árangur ÞRíKÓ félaga

1 km 

Sigrún Árnadóttir var 1 kona og 1 sæti í aldursflokki 26-39 ára - án galla.

Hafþór Rafn Benediktsson var 3 sæti karla og 1 sæti í aldursflokki í 26-39 ára - í galla.

Margrét Pálsdóttir var 3 sæti kvenna og 2 sæti í aldursflokki 26-39 ára - í galla.

Sigríður Sigurðardóttir - 1 sæti í aldursflokki 50-99 ára - í galla.

3 km 

Þorgeir Sigurðsson, 1 karl og 1 sæti í aldursflokki 50-99 ára - án galla.

Þórdís Hrönn Pálsdóttir 2 kona og 2 sæti í aldursflokki 40-49 ára - án galla.

Viðar Bragi Þorsteinsson, 1 karl og 1 sæti í aldursflokki 40-49 ára - í galla.

Halldóra Matthíasdóttir, 2 kona og 2 sæti í aldursflokki 40-49 ára - í galla.

Irina Óskarsdóttir, 3  kona og 3 sæti í aldursflokki 40-49 ára - í galla.

Pétur Einarsson, 2 í aldursflokki 50-99 ára - í galla.

Guðrún Björk Geirsdóttir 4 í aldursflokki 40-49 ára - í galla.

5 km 

Ásgeir Elíasson - 1 karl og 1 í aldursflokki 50-99 ára - án galla.

Margrét J Magnúsdóttir - 1 kona og 1 í aldursflokki 40-49 ára - án galla.

 

 

 

Heildarúrslit má finna hér:
http://thriko.is/live/sjosund.php

Frekari myndir er að finna hér:
https://www.facebook.com/sundsamband/photos_stream

 

back to top