Menu

Markmiðið að ná Íslandsmetinu í 400 m og ná undir 1 mín í 100 m skriðsundi

Ragnar Viktor Hilmarsson æfði sund með Ægi í rúm 7 ár. Svo lagði hann sundgleraugun á hilluna en finnst virkilega gaman að vera byrjaður að æfa eftir 19 ára hlé. Ragnar á Íslandsmetið í 800 metra skriðsundi í sínum aldursflokki og stefnir á að ná fleiri Íslandsmetum á þessu ári, auk þess að keppa í 1/2 járnmanni í sumar. Ragnar gerði sér lítið fyrir um daginn og synti 3800 metra í lauginni á 56 mín og 38 sek. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með kappanum í lauginni í sumar. 

Fullt nafn: Ragnar Viktor Hilmarsson
Aldur: 37
Heimabær: Kópavogur
Fjölskylda: Kvæntur Hallfríði Snorradóttur og á tvö börn, Hilmar Elis 8 ára og Evu Karen 5 ára
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? September 2013
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Mér finnst sundið skemmtilegast enda æfði ég sund með Sundfélagi Ægir frá 11 ára til að verða 18 ára ef ég man rétt. Það er pinu skrítið að vera byrjaður aftur að æfa sund, þvi að ég var eiginlega búinn að fá nóg af því að æfa og keppa á sínum tima. En þetta hefur verið virkilega gaman að byrja aftur að æfa eftir 19 ára hlé . 
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Garmin 920XT er algjör snildargræja ! 
Uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? Veit ekki, alltof erfið spurning 
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Dreymi bara um að klára hálfan járnkarl hér heima svo sér maður bara til.
Mesta afrekið í þríþrautinni? Það telst varla sem afrek, en ég kláraði sundið og hjólið í hálfum járnkarli í fyrra. En nú kemur ekkert annað til greina en að klára hálfan járnkarl í ár.
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku/skipt á greinar? Það er voðalega misjafnt, eins og stendur er sundið í aðalfókus hjá mér svo þar eru c.a. 4-6 tímar. Hleyp og hjóla c.a. 2-4 klst. Svo eykst þetta með hækkandi sól. 
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Eiginlega ekki finnst bara allir sem hafa klárað heilan eða hálfan járnkarl alveg magnaðir einstaklingar.
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Tók þátt í tveimur sundmótum og nokkrum hjólakeppnum. Sundið gekk vel, setti íslandsmet í 800m skriðsund í mínum aldursflokki garpa. Hjólið gekk alveg ágætlega en stefni á að bæta það í ár
Hver eru markmið ársins 2015? Það eru nokkur markmið í gangi. Fyrst er að komast undir 4:47,78 í 400m skriðsundi og ná íslandsmetinu í mínum aldursflokki garpa, enda búið að standa óhaggað síðan 1994. Næsta er að komast undir 1 min í 100m skriðsundi. En tvö aðalmarkmiðin eru í sumar, sem er að klára hálfan járnkarl og heilt maraþon með Fríðu minni í ágúst.

back to top