Æfingaferð til Tenerife - Dagur 2
- font size decrease font size increase font size
Við skiptum okkur upp í tvo hópa, rauða hópinn og græna hópinn.
Rauði hópurinn ákvað að hlaupa klukkan 8, hvíla svo smá, áður en stutt hjólaæfing var tekin.
Græni hópurinn ákveð að fara strax í morgunmat klukkan 8 og fara svo strax í léttan hjólatúr.
Báðir hóparnir hjóluðu á svipuðum slóðum, frá Los Cristianos, til Las Galletas (syðsti bær á Tenerife) og þaðan upp í fjallið til San Miguel.
Sumir fóru aðeins lengra upp í fjallið og aðrir völdu sér brattari brekkur upp fjallið ;-) Mjög brattar meira að segja fyrir öflugustu hjólara ;-)
Hóparnir hittust fyrir skemmtilega tilvijun upp á fallegum útsýnisstað rétt fyrir utan San Miguel.
Eftir yndislegan hjólreiðatúr og stutta hvíld, var ákveðið að synda. Fyrst átti að fara í sundlaugina, en það endaði með því að synt var í sjónum.
Búið var að redda því að hópurinn fékk svo allur saman langborð í kvöldmatnum, sem var miklu skemmtilegra.
Yndislegur dagur að kvöldi komin