Menu
A+ A A-

Greiðsla æfingagjalda

Nóri - Leiðbeiningar fyrir forráðamenn á .pdf formi.

Æfingagjöld eru innheimt í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en kerfið er einnig notað til að halda utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og fleira svo mjög mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir inn í kerfið.

Einungis er hægt að greiða gjöldin með greiðslukorti í Nóra. Ef óskað er eftir að ganga frá greiðslu með öðrum hætti skal hafa samband viðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Æfingagjöldin miðast við allt tímabilið sem tekið er fram í Nóra, ef iðkandi byrjar æfingar á miðju tímabili skal senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um hvenær æfingar hófust.

Nýskráning forráðamanns:
1. Farið á síðuna https://breidablik.felog.is, Smellið á "Sjá skilmála" efst á síðunni og hakið síðan við "Samþykkja skilmála" þegar þið hafið lesið skilmálana. Þá verður innskráningarglugginn virkur og þið getið þá annað hvort smellt á hnappinn "Nýskráning" neðst í innskráningarglugganum eða slegið inn kennitölu og lykilorð og smellt á "Innskráning" (ef þið hafið nú þegar skráð ykkur inn í kerfið). Athugið að aðeins 18 ára og eldri geta skráð sig inn.

2.  Nýskráning: Þar setur forráðamaður inn grunnupplýsingar: kennitölu, heimilisfang (munið að breyta póstnúmeri), netfang og gsm númer og velur lykilorð.

Athugið að "aukanetfang" birtist ekki á netfangalista þjálfara, hvorki aukanetfang iðkanda né forráðamanns. Ef óskað er eftir því að skrá fleiri en eitt netfang iðkanda eða forráðamanns á póstlista skal geri semikommu (;) á milli netfanga ( dæmi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.;This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ).

Til að skrá netfang forráðamanns 2 inn í kerfið þarf viðkomandi forráðamaður einnig að gera Nýskráningu (sjá lið 1). Munið þá að netfang sem á að vera á póstlista má ekki vera skráð sem aukanetfang.

Forráðamenn geta alltaf farið aftur inn í kerfið og breytt þessum grunnupplýsingum. Hægt er að fá nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

3. Þegar þessu er lokið opnast gluggi með yfirliti yfir iðkendur í fjölskyldunni. Ef barnið er ekki á listanum skal ýta á "Nýr iðkandi", velja barnið í flettivalmyndinni og skrá. Þegar iðkandinn hefur verið skráður er ýtt á "Námskeið/flokkar í boði" fyrir aftan nafn barnsins og þar er réttur æfingahópur valinn. Athugið að ef greiðandi er með annað lögheimili en iðkandinn skal hafa samband áThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..


Mín skráning: Upplýsingar um forráðamann. Athugið að "Aukanetfang" birtist ekki á netfangalista þjálfara. Til að skrá upplýsingar um forráðamann 2 þarf hann að skrá sig sjálfur inn í kerfið og setja upplýsingar þar.

Nýr iðkandi: Ef iðkandinn er ekki á listanum þegar smellt er á  "Mínir iðkendur" er honum bætt við hér. Ef forráðamaður er með annað lögheimili en iðkandinn skal senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og óska eftir að viðkomandi verði bætt við sem forráðamanni.

Mínir iðkendur:  Hér birtist listi yfir alla iðkendur. Ef smellt er á "Námskeið/Flokkar í boði" sést hvað er í boði fyrir viðkomandi iðkanda.  

Skráning á námskeið: Hér er gengið frá skráningu og greiðslu á námskeiðið. Einungis er hægt að ganga frá greiðslu með kreditkorti, ef óskað er eftir því að greiða á annan hátt skal hafa samband við Sissu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Athugið að hægt er að velja "Viltu prófa? (prufutímabil)" og er það hugsað fyrir þá iðkendur sem vilja kynna sér íþróttina áður en gengið er frá greiðslu. Þá eru iðkandinn kominn á netfangalista og þjálfari kominn með mikilvægar upplýsingar um iðkandann. Þegar líður á prufutímabilið mun starfsmaður senda tölvupóst og minna á að ganga þurfi frá endanlegri skráningu.

Greiða námskeið (ógreitt): Ef iðkandi er skráður á námskeið innan félagsins en ekki hefur verið gengið frá greiðslu. Ógreiddar skráningar birtast alltaf efst í listanum.

Nánari upplýsingar