Menu
A+ A A-

Hvað er þríþraut

Þríþraut er íþrótt þar sem keppt er í sundi, hjólreiðum og hlaupi í mismunandi vegalengdum. Þríþrautafólk keppir um sem besta tímann í greinunum þremur og telst tíminn á milli greinanna með í heildartímanum. Þetta reyndir mikið á þol keppenda og þá sérstaklega lengri þríþrautirnar.

Helstu vegalengdir sem keppt er í eru eftirfarandi:
Sprettur: 400m sund, 10-12km hjól og 2-3km hlaup
Hálf ólympísk: 750m sund, 20km hjól og 5km hlaup
Ólympísk : 1500m sund, 40km hjól og 10km hlaup
Hálfur járnkarl: 1900m sund, 90km hjól og 21km hlaup
Járnkarl: 3800m sund, 180km hjól og 42km hlaup

Fyrstu þríþrautirnar voru haldnar um 1920 í Frakkalandi. Árið 2000 var fyrst keppt í þríþraut á ólympíuleikum.
Vegur þríþrautar hefur farið hratt vaxandi á Íslandi frá 2008.