Menu
A+ A A-

Um Þríþrautardeild Breiðabliks

Markmið félagsins er að byggja upp og stunda þríþraut í Kópavogi innan Breiðabliks. 

Félagið hóf göngu sína sem sérhæft þríþrautarfélag (Þríkó) undir sunddeild Breiðabliks en hefur starfað sem sjálfstæð deild innan Breiðabliks frá hausti 2017.


Stjórn félagsins 2024-2025:

Matthildur B Stefánsdóttir (Formaður)
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
Jón Axelsson
Leifur Gunnarsson
Valdimar Páll Halldórsson (Fulltrúi garpasunds)
Gísli M Sigmarsson (Varamaður)
Kristín Vala Matthíasdóttir (Varamaður)

Er Herjólfur óþarfur ?

Félagi okkar í Þríkó hann Jón Kristinn Þórsson var að klára þá gífurlegu þrekraun sem er að synda Vestmannaeyjarsundið. Sundið tók sjö og hálfa tíma. En hann hafði sefnt á að ná til Landeyjahafnar á fjórum tímum. Miklir straumar gerðu sundið enn erfiðara viðureignar. Hægt er að lesa nánar um málið á Vísi.is hér http://www.visir.is/synti-fra-vestmannaeyjum-til-landeyja/article/2016160809526 eins á vef Eyjafrétta hér http://www.eyjafrettir.is/frettir/er-rett-ad-na-landi-jon-kristinn-syndir-aleidis-i-landeyjasand/2016-08-04 

 

 

Æfingar 2017-2018

Æfingar 1. október 2017 - 1. október 2018

 

 æfingadagskrá 2017-2018

 

 

Sundæfingar:
mán   19:30 - 20:30. (þjálfari)
þri  5:40 - 7:00 (enginn þjálfari)

mið   19:30 - 20:30.  (þjálfari)
fim 5:40 - 7:00 (enginn þjálfari)

lau  11:00 - 12:00 (þjálfari) lykilæfing

Hjólaæfingar:

Í október 2017 úti á þri og fim kl 18:00

Sun kl9:00 – 12:00 (1-4 tímar) lykilæfing.

í nóvember verða þriðjudags- og fimmtudagsæfingar inni í Sporthúsinu á wattahjólum kl 18:40

Hlaupaæfingar:
Hlaup
á miðvikudögum frá Kópavogslaug kl. 17:30 (hraðaæfing á Kópavogsvelli) og laugardögum 9:00.

Brick á þriðjudögum og fimmtudögum. 

Um veturinn verða hraðaæfingar á bretti í Sporthúsi eða í Laugardalshöll.

 

Skráning hér: https://breidablik.felog.is/