Menu

ÞRÍKÓ Þríþrautaræfingar fyrir ungmenni

Þríkó æfingar fyrir ungmenni hefjast þriðjudaginn 7. janúar. 

Þjálfarar þakka félögum fyrir frábært nýliðið ár og hlakka til spennandi árs sem er nýhafið.

Eftirfarandi breytingar verða:

• Sundæfingar færast til 19:00-20:00 þriðjudaga og fimmtudaga.
• Hlaupaæfingar Færast til 18:00 – 19:00 á miðvikudögum og föstudögum.

Hulda Bjarkar er að fara í nám og hættir því sem sundþjálfari hjá hópnum. Zoltan Belanyi „Belo“ hefur verið ráðinn til sunddeildar Breiðabliks til að vinna að uppbygginarstörfum í yngri flokkum mun hann einnig þjálfa Þríung hópinn. 

Sundæfingar
Sundæfingar færast til 19:00-20:00 á þriðjudögum, í stað 18:00-19:00 áður á þriðjudögum og fimmtudögum. Þetta þarf að gera vegna aðgangs að lauginni og vinnutíma Belo. Hann er með aðrar æfingar klukkan 18:00. 

Hlaupaæfingar
Færast til 18:00 – 19:00 á miðvikudögum og föstudögum.
Mæting á hlaupaæfingar hefur farið minnkandi í desember alveg niður í 1 einstakling. Einnig hafa menn verið að mæta 5-10 mínútum seinna en 17:30, sem er auglýstur tími.  Æfingarnar verða því færðar til klukkan 18:00, með von um að það stuðli að betri mætingu.

Hjólaæfingar
Verða áfram á laugardögum klukkan 12:00 – 14:00 frá sundlaug Kópavogs borgarholtsbraut. 
Foreldrar eru hvattir til að mæta með á hjólaæfingar.

Æfingagjöld
Iðkendum stendur til boða að greiða fyrir einstakar greinar og mánuð í senn ef óskað er. Ef greitt er fyrir allt árið 31.000 er veittur afsláttur. Þess má geta að til þess að kostnaður við æfingar standi undir sér þarf 12-14 iðkendur, hingað til hafa allt að 10 mætt á æfingu og þá helst í sundinu. 

Æfingagjöld fyrir haust okt-des 2013 eru
Sund :4.800
Hlaup :2.400
Hjól :1.600
Samtals: 8.800

Æfingagjöld fyrir haust jan-mai 2014 eru
Sund :14.400
Hlaup : 7.200
Hjól :4.800
Samtals: 26.400

back to top