Menu

Æfingabúðir Þríkó í Hveragerði

Í lok apríl voru æfingabúðir Þríkó í Kópavogi og Hveragerði. Búðirnar hófust á fimmtudagskvöldið 27.apríl með mögnuðum fyrirlestri Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. Næstu þrjá daga var synt í Laugaskarði, hjólað í átt að Þorlákshöfn og hlaupið í Hamarshöllinni og í skóglendi. Einnig var jóga í Heilsustofnun Hveragerðis undir stjórn Margretar Ágústsdóttur. Stór hluti hópsins gisti á Hótel Örk en þar var einnig 3 rétta glæsileg máltíð og kvöldvaka. Að lokum var fundur á veitingahúsinu Frost og Funa. Mögnuð og skemmtileg helgi með flottu fólki undir stjórn Nick Saunders.

back to top

Sundæfingar

mán: 19:30 - 20:30. (þjálfari)

mán: 5:50 - 7:00 (enginn þjálfari)

mið: 19:30-20:30.  (þjálfari)

mið: 5:50 - 7:00 (þjálfari)

lau: 11:00 - 12 (þjálfari) lykilæfinging

Hjólaæfingar

Samhjól þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00 til 20. sept og sunnudaga kl.9:00, frá Smáranum allt árið.

Dagskrá frá og með 23.september:

þriðjudaga og fimmtudaga á wattahjólum í Sporthúsinu:
kl. 17:15, 18:40 og 20:05 (3 tímar í boði en 18:40 sérlega tileinkaður þríþraut)
 
sunnudaga útihjól kl. 9:00 - 12:00 (1-4 tímar) lykilæfing
sunnudaga innihjól kl. 9:00 - 12:00

Hlaupaæfingar

Vetur (hefst í lok okt): hlaup á hlaupabretti í Sporthúsinu á miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 9:00

Stutt hlaup (10mín) eftir innihjól á hlaupabretti á þriðjudögum og fimmtudögum

Sumar: Hlaup á miðvikudögum frá Kópavogslaug kl. 17:30 (hraðaæfinga á Kópavogsvelli) og laugardögum kl. 9:00