Menu

Járn veisla!

 

Það voru fimm félagsmenn okkar sem tóku þátt í Ironman um helgina. Þrír þeirra kepptu í Kaupmannahöfn og tveir í Kalmar. Allir stóðu sig með miklum sóma. Hæst ber að geta þess að Rúnar Örn Ágústsson setti Íslandsmet í Járnmanni með tímanum 8.43.31 klst. Hann tók silfur í sínum aldursflokki og árangurinn tryggði honum keppnisrétt á heimsmeistaramótið á Hawaí sem fram fer í október. Innilega til hamingju Rúnar með þennan stórglæsilega árangur. Margrét Pálsdóttir lauk keppni á tímanum 11.17.25 klst. og Pétur Már Ómarsson á tímanum 11.52.34klst. Í Kalmar Svíþjóð fór Katrín Eydís Hjörleifsdóttir sinn fyrsta Ironman á flottum tíma: 13.30.53 klst. Rannveig Guicharnaud bætti enn einum Ironman í sitt safn á tímanum 11.41.59 klst. Til hamingju öll sömul með þessi miklu afrek!

 
back to top

Sundæfingar

mán: 19:30 - 20:30. (þjálfari)

mán: 5:50 - 7:00 (enginn þjálfari)

mið: 19:30-20:30.  (þjálfari)

mið: 5:50 - 7:00 (þjálfari)

lau: 11:00 - 12 (þjálfari) lykilæfinging

Hjólaæfingar

Samhjól þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00 til 20. sept og sunnudaga kl.9:00, frá Smáranum allt árið.

Dagskrá frá og með 23.september:

þriðjudaga og fimmtudaga á wattahjólum í Sporthúsinu:
kl. 17:15, 18:40 og 20:05 (3 tímar í boði en 18:40 sérlega tileinkaður þríþraut)
 
sunnudaga útihjól kl. 9:00 - 12:00 (1-4 tímar) lykilæfing
sunnudaga innihjól kl. 9:00 - 12:00

Hlaupaæfingar

Vetur (hefst í lok okt): hlaup á hlaupabretti í Sporthúsinu á miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 9:00

Stutt hlaup (10mín) eftir innihjól á hlaupabretti á þriðjudögum og fimmtudögum

Sumar: Hlaup á miðvikudögum frá Kópavogslaug kl. 17:30 (hraðaæfinga á Kópavogsvelli) og laugardögum kl. 9:00