Járn veisla!
- font size decrease font size increase font size
Það voru fimm félagsmenn okkar sem tóku þátt í Ironman um helgina. Þrír þeirra kepptu í Kaupmannahöfn og tveir í Kalmar. Allir stóðu sig með miklum sóma. Hæst ber að geta þess að Rúnar Örn Ágústsson setti Íslandsmet í Járnmanni með tímanum 8.43.31 klst. Hann tók silfur í sínum aldursflokki og árangurinn tryggði honum keppnisrétt á heimsmeistaramótið á Hawaí sem fram fer í október. Innilega til hamingju Rúnar með þennan stórglæsilega árangur. Margrét Pálsdóttir lauk keppni á tímanum 11.17.25 klst. og Pétur Már Ómarsson á tímanum 11.52.34klst. Í Kalmar Svíþjóð fór Katrín Eydís Hjörleifsdóttir sinn fyrsta Ironman á flottum tíma: 13.30.53 klst. Rannveig Guicharnaud bætti enn einum Ironman í sitt safn á tímanum 11.41.59 klst. Til hamingju öll sömul með þessi miklu afrek!