Menu

Verðlaunasæti og PB í Sevilla

Fjórir Þríkó félagar hlupu Zurich Sevilla maraþonið á Spáni í dag, 22.02.2015. 

Kristjana Bergsdóttir varð í 3 sæti í sínum aldursflokki og var rúmri mínútu á undan þeirri sem varð í 4 sæti. Hún hljóp maraþonið á 4:34:16.

Viðar Bragi Þorsteinsson náði PB (Personal Best) og bætti tíma sinn um 10 mínútur en hann hljóp maraþonið 42,2 km á 3:03:54.

Ólafur Þór Magnússon var að hlaupa maraþon í fyrsta skipti og náði þar með einnig PB, en hann hljóp það á 3:57:03. 

Halldóra Gyða Matthíasdóttir náði einnig PB en hlaupatími hennar var 4:01:50. 

Sveinn Erntsson hljóp einnig maraþonið í Sevilla í dag, hlaupatími hans var 3:08:11. 

Íslensku maraþonhlaupararnir voru mjög ánægðir með hlaupið í dag. Það er ágætis stemning í kringum hlaupið, mjög gott skipulag, veðrið var gott, sól, heiðskýrt og um 20 stiga hiti og einstök upplifun að hlaupa inn á Ólympíuvöllinn og fá að hlaupa hring þar áður en komið er í mark. 

Slagorð maraþonsins More then running" á klárlega við því það er einstök upplifun að hlaupa um þessa fallegu og sögufrægu borg.

Getum klárlega mælt með maraþoninu í Sevilla.  

back to top