Menu

Fyrsta þríþrautarkeppnin var Ironman í Frankfurt 2013

Sigríður Sigurðardóttir byrjaði að æfa þríþraut haustið 2012. Sigga eins og hún er kölluð hefur tekið þátt í tveim þríþrautarkeppnum. Fyrsta keppnin var Ironman í Frankfurt 2013 og hin keppnin er heimsmeistarakeppnin ITU í London haustið 2013. Sigga er félagi í 100 km klúbbnum og Landvættur og markmið ársins er Ironman í Flórída í nóvember. 

Fullt nafn: Sigríður Sigurðardóttir
Aldur: 50 ára
Heimabær: Mosfellbær
Fjölskylda: Maki Pétur Pétursson mjólkurtæknifræðingur og óperusöngvari, börn: Sindri 27 ára og Stefanía 19 ára og hundurinn Odda 8 ára.
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? Haustið 2012
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Mér finnst auðveldast að æfa hlaupið því þar get ég verið að tala á meðan ég æfi, hjólið er mest gaman en líður best eftir sundið. Svo allt hefur þetta kosti sem erfitt er að gera upp á milli.
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Félagarnir eru þar fremstir, þægileg æfingaföt og auðvitað Garmin úrið þegar ég man eftir að taka það með. Á það til að gleyma því heima , gleyma að kveikja á því eða gleyma að slökkva á því og þess vegna er ekkert að marka hvað stendur um mig inn á Garmin eða Strava 
Uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? Uppáhaldið mitt er fallega Cannondale CADD10 hjólið mitt, sem ég passa vel því það er eins og blóm það er svo viðkvæmt.
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Mig dreymir um að komast á IM Florida í nóvember og er skráð svo það er líklegast stærsti draumurinn í ár. Langar til að geta synt í Meðalfellsvatni í Kjós eftir að hafa horft á spegilslétt vatnið í keppninni síðasta sumar. Einnig væri ég til í að fara aftur á ITU sem var stórkostleg upplifun, að sjá allt þetta fólk í fínu formi. Þar sem allt frá unglingum og upp í nær áttrætt fólk tók þátt og maður keppti við jafnaldra sína.
Mesta afrekið í þríþrautinni? Ég hef bara keppt í tveimur þríþrautum. Ironman Frankfurt 2013 og heimsmeistamótið ITU í London 2013 og kláraði báðar keppnir bara með sóma að mér fannst þrátt fyrir allt.
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku/skipt á greinar? Það fer nú bara eftir því hvar í æfingaferlinu ég er, allt frá því að æfa 4klst upp í 22klst. Þrjár greinar þrisvar í viku og tvisvar í viku styrktarþjálfun þ.e. kroppurinn leyfir.
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Já mín fyrsta fyrirmynd í þríþraut er Bryndís Baldursdóttir fyrst íslenskra kvenna til að klára Ironman og var það hún sem fékk mig til að fara æfa þríþraut. Því næst kom Karen Axelsdóttir en ég fór á byrjendanámskeiði hjá henni og Vigni sumarið 2012 sem var frábær grunnur sem ég er enn að nota. Einnig horfi ég til stjarnanna Birnu Björnsdóttur, Ölmu Maríu og Hákonar sem eru frábærir íþróttamenn og hafa skarað framúr síðan ég byrjaði að æfa. En stóra idolið í dag er þjálfarinn okkar Viðar Bragi Þorsteinsson, frábær fyrirmynd og íþróttamaður þó hann vilji ekki viðurkenna það. Síðast en ekki síst eru æfingafélagar mínir sem eru stoð mín og stytta, þau Ásgeir Elíasson sem kennt hefur mér mikið í þrautsegju, Halldóra Gyða er fyrirmynd mín í dugnaði og Kristjana sem sýnir manni að allt er hægt (anything is possible). Að lokum má auðvitað nefna alla æfingafélagana í Þríkó því það er hitt og þetta sem maður pikkar upp hjá hverjum og einum og hugsar með sér að gott væri að tileinka sér.
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Markmiðið var að taka þátt í þríþrautarkeppnum hér heima og einnig var ég skráð í IM í Kalmar. Hvorugt gékk eftir þar sem ég lenti í axlarmeiðslum og þá aðgerð sem tók mig allt fram að deginum í dag að jafna mig á. En í staðin hafði ég skráð mig í fjallahlaup í Chamonix þar sem ég hljóp svokallað CCC hlaup sem er 102km með um 6000m hækkun. Með því lauk ég því að hlaupa hringinn í kringum Mont Blank en 2011 fór ég TDS 120km hlaupið. http://www.ultratrailmb.com/ Annað hliðarmarkmið var Landvætturinn og lauk ég seinni þrautunum tveimur á árinu. Sund 2,5km, Hlaup 32km, Skíðaganga 50km og Hjól 60km. http://landvaettur.is/
Hver eru markmið ársins 2015? Aðalmarkmið ársins er að geta tekið þátt í styttri þríþrautarmótum hér heima, eitthvað af hjólakeppnum verður líkalega á borðinu og svo stjóra markmiðið er að fara með félögum mínum IM í Florida í nóvember.
Annað: Kærar þakkir fyrir skemmtilegan félagsskap ávallt gaman með Þríkó.

back to top