Menu

Vetrardagskrá Þríkó 2014

Nýjir æfingatímar ásamt vetrardagskrá voru á meðal efnis sem fram kom á kynningarfundi Þríkó á vetrarstarfi félagsins. Það eru virkilega spennandi tímar frammundan, ber helst að nefna að í fyrsta sinn á Íslandi verður boðið uppá innitíma á hjólum með aflmæli. Einnig er aukin samvinna með hlaupahópnum Bíddu Aðeins og þjálfara þeirra honum Ívari Trausta. Líka höfum við fengið hann Hákon Jónsson sem nýjan sundþjálfara. Og svo er ýmislegt annað sem hægt er að lesa um hér að neðan sem stendur félagsmönnum til boða.

Sundæfingar:

mán   19 - 20:30. (þjálfari)

þri   5:30 - 7:00 (enginn þjálfari)
mið   19-20:30.  (þjálfari)

fim 5:30 - 7:00 (enginn þjálfari)
fös 5:30 - 7:00 (enginn þjálfari)
lau  10:30 - 12 (þjálfari)


Hjólaæfingar:

Þri kl: 18:35 -21:00 : Gym Heilsa, spinning hjólaæfing með púlsmælum og wattmælum (5), púls sónur.

Fim kl: 18:00 -19:45: Sprengisandur, stutt létt æfing, eða inni í Gym heilsu 18:35-19:40.

Sun kl: 9:30 (stundum 7-8, eftir hvað löng) – 12:00 (2-3 tímar) lykilæfing.


Hlaupaæfingar:

Hlaup eru með Bíddu aðeins, á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum frá kópavogslaug 17:30 og laugardögum 9:00 eða 8:00 ef farið er mjög langt
.
Sprettæfingar eru á fimmtudögum á Kópavogsvelli 


Boðið verður upp á 2 æfingapakka,

Heildarpakki  (sund/hjól/hlaup + árskort í Actic/sund) , kr 69 þúsund. 
Sund: (sundæfingar 3x í viku) 41 þúsund.
 
Innifalið:

Árskort í sundlaugar Kópavogs. Árskort í Gym heilsurækt, lyftingar og allir hóptímar, Jóga, Spinning etc.

Sundæfingar hjá Breiðablik 5 æfingar í viku þar af þrjár með þjálfara. Hákon Jónsson þjálfar. Hákon er fyrrverandi afreksmaður í sundi, íþróttafræðingur og sundþjálfari hjá sunddeild Breiðabliks. Mánudaga 19:00 og miðvikudaga 19:00 en möguleiki að mæta 5:30 eða 6:00 þrisvar í viku á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Laugardögum klukkan 10:30


Hjólaæfingar, Sunnudaga 8:30 (9:30 á veturna) og fimmtudaga 17:30. Þríþrautaræfing á spinninghjólum inni í GH á þriðjudögum 18:30, 60-90 mínútur. Viðar þjálfar á þriðjudögum og sunnudögum. Þjálfari Hjólamanna 2011-2014. Í bígerð að bæta við innitímum á fimmtudögum undir stjórn Einars S Kristinssonar

Hlaupaæfingar, hlaupaprógram fyrir ákveðnar keppnir og/eða fyrir allan veturinn. Löng hlaup á laugardögum klukkan 8:00 eða 9:00 Einar/Viðar og samvinna við Bíddu aðeins. Sprettæfingar á Kópavogsvelli/Actic á fimmtudagsmorgnum. Aukin samvinna við Bíddu aðeins sem æfir nú undir stjórn Ívars Trausta Jósafatssonar sem er afrekshlaupari með mikla reynslu. Ívar verður með tækniþjálfun í hlaupi í nokkur skipti yfir veturinn og hjálpar fólki með hlaupastíl.

Aðgangur að 2 sund/kayakbekkjum af fullkomnustu gerð fyrir tækniæfingar og/eða styrktaræfingar á opnunartíma heilsuræktar. Í samvinnu við sunddeild.

Niðurgreiddar æfingabúðir með fyrirlestrum um orkubúskap, hugarfar ofl. Sund, hjól, hlaup og kayak. Möguleiki að fá þríþrautarprógram fyrir ákveðnar keppnir. Niðurgreidd myndataka og greining á sundmönnum og álagsmælingar í öllum greinum.
 
 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

Sund


19:00-20:00

5:30 -7:00


19:00-20:00

5:30 -7:00

5:30 -7:00

10:30

 

Hjól

 

18:30-21:00 inni, 18:00 úti

 

17:30

   

9:30

Hlaup

17:30*

 

17:30*

17:30*

 

9:00*

 

* Bíddu aðeins
  Lykilæfingar

back to top