Skráningu lokið í Alvogen Midnight Time Trial
- font size decrease font size increase font size
Skráning í miðnæturtímatökumót Alvogen hófst í morgun kl. 10:00. Skráningu er nú lokið og tók aðeins um fjórar klukkustundir að fylla þau 100 sæti sem voru í boði. Leitað er að hröðustu hjólreiðamönnum og konum landsins sem mun keppa um titilinn hraðasti hjólreiðamaður Íslands 2014. Sæbrautinni verður lokað á meðan á keppninni stendur. Von er á sterkum erlendum keppendum á mótið í þríþrautahjólaflokki og vegleg verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki.
Eins og áður hafði verið tilkynnt hljóta vinningshafar í fimm efstu sætum í Alvogen Midnight Time Trial 2013 forgang við skráningu, ásamt fimm efstu í tímatökumótum ársins 2014. Einnig verður leitast við að hafa sem jafnasta skiptingu á milli kynja og fjölda í götu- og þríþrautaflokki.
Nánari upplýsingar um tímasetningar, keppendalista og rástíma verða veittar á næstu dögum og verða aðgengilegar á vefsvæði Alvogen, www.alvogen.is.