Menu

Vel heppnuð Kópavogsþríþraut að baki

Það var sól og blíða sem vakti þátttakendur í morgun sem tóku þátt í Kópavogsþríþrautinni 2014. 

Þátttaka var mjög góð, rúmlega 100 þátttakendur skráðir. 

Þríþrautin var ræst út í þrem hollum. Fyrsta holl klukkan 8:40 einungis karlmenn, annar hópurinn var ræstur út klukkan 09:06 allar konur og tveir karlahópar og síðasti hópur var ræstur út klukkan 09:32 en í þeim hópi voru byrjendur þ.e. þeir aðilar sem ekki hafa tekið þátt í þríþraut áður gátu skráð sig í þennan hóp.

Keppnin gekk mjög vel, enda brautin vel mönnuð af sjálboðaliðum og lögreglu til að stýra umferð og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Sigurvegari í karlaflokki var Hákon Hrafn Sigurðsson 3SH á 36:53, annar Rúnar Örn Ágústsson 3SH á 37:59 og þriðji Geir Ómarsson Ægi þríþraut á 38:43.

Sigurvegari í kvennaflokki var Birna Björnsdóttir 3SH á 40:42 (5.í heildina), önnur Alma María Rögnvaldsdóttir 3SH á 43:21 og þriðja var Sara Cushing á 44:24 Ægir þrírþraut. 

Fjölskylduþrautin var svo ræst klukkan 13:00 og til dæmis tóku fjórir ættliðir í beinan kvenlegg þátt í keppninni. 

 Við þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna, óskum verðlaunahöfum í heild og í aldursflokkum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum starfsmönnum kærlega fyrir þeirra framlag. Þökkum yfirdómara, hjólabrauta-, hlaupabrauta- og tímatökustjórum og kynni sérstaklega fyrir þeirra framlag sem og veitinga- og verðlaunastjórum. Án allra þessara sjálfboðaliða væri ekki hægt að halda svona skemmtilegt mót. 

Úrslit er að finna hér:  

Myndir frá mótinu er að finna hér: Ljósmyndari: Örn Sigurðsson.

Frétt í íþróttafréttatíma RÚV er að finna hér:

back to top