Æfingabúðir með 3N í Reykjanesbæ
- font size decrease font size increase font size
Það var 23 manna hópur frá Þríkó sem fór í æfingabúðir með 3N í Reykjanesbæ helgina 12. og 13. apríl.
Æfingabúðirnar hófust með sundæfingu klukkan 8:30 á laugardagsmorgni. Eftir upphitun voru 8 * 50 m sprettir og síðan 8-10 * 100 m sprettir, allt undir leiðsögn Inga Þórs þjálfara hjá 3N.
Eftir sundið var hjólað í glæsilegri aðstöðu 3N í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Flestir hjóluðu inni á trainer í um 90 mín. Nokkrir fóru þó út og hjóluðu í aðeins lengri tíma og náðu 50 km hjólatúr um Suðurnesin.
Síðan var hlaupið á glæsilegri hlaupabraut Suðurnesjamanna sem er upphituð (smá öfund þar) ;-) Eftir um 4*500 m upphitun - var tekið 8*500 m tempóhlaup og eftir það smá útsýnishlaup meðfram sjónum niður að Skessuhelli ;-) Hlaupið var um 11 km.
Eftir hlaup bauð 3N hópnum upp á súpu, brauð og salat og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Hópurinn fór síðan í HOT YOGA klukkan 15 í Sporthúsinu í Reykjanesbæ, þar sem tekið var verulega á því.
Nú styttist í Happy Hour og glæsilega kvöldmáltíð, en svo verður ræs snemma í fyrramálið, þar sem æfingin byrjar klukkan 09:00 í sundlauginni.