Æfingaferð til Tenerife - Dagur 7
- font size decrease font size increase font size
Nú var förinni heitið til eyjunnar La Gomera, sem er ein af sjö eyjum Kanaríeyja og sú næstminnsta.
La Gomera hefur verið á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) frá 1986.
Ferðin hófst með þvi að við hjóluðum að höfninni í Los Cristianos, þaðan sem siglt var til La Gomera.
Eftir komuna til eyjunnar hófst strax mikið klifur í rúmlega 600 metra hæð um 13 km leið.
Við tóku nokkur göng og síðan var rúll niður. Útsýnið þarna er stórkostlegt.
Eftir mikla lækkun hófst annað klifur sem endaði aftur í um 600 metra hæð þar sem snæddur var hádegismatur að hætti eyjmanna, virkilega góður.
Eftir mat, hélt klifrið áfram, rúmlega 12 km, þar sem við náðum um 1400 m toppi.
Síðan var smá upp og niður kafli áður en haldið var niður, í mjög miklu roki, vindhviður örugglega um 30 m.sek.
Margir voru á því að ferðin niður hafi ekki verið auðveldari en ferðin upp ;-)
Annars gekk mjög vel hjá öllum, hvellsprakk hjá einum þegar um 5 km voru eftir.
Síðan var ferjusiglingin til baka bara góð.
Tveir úr græna hópnum hjóluðu á eigin vegum á Tenerife og hjóluðu upp í La Vilaflor sem var ansi mikil hækkun og náðu þeir um 85 km hjólatúr í dag.
Yndislegur hjóladagur að kveldi kominn, síðasta kvöld hópsins á Tenerife.