Firmakeppni Íslands í þríþraut verður haldin í Sundlaug Kópavogs Borgarholtsbraut þann 4. september kl 10.
Keppt er í sprettþraut þ.e. 400m sund, 10,4 km hjól og 3,6 km hlaupi.
Hvert fyrirtæki fær tvær tímatökuflögur sem þarf að skila í mark og nota til þess 2 til 6 þátttakendur sem skipta á milli sín 3 hlutum keppninnar, sundi, hjóli og hlaupi og færa tímatökuflöguna á milli liðsmanna inni á skiptisvæði.
Einn keppandi má einnig klára alla þrautina.