Sunnudaginn 27. Júlí klukkan 9:00 mun Þríkó í samstarfi við Kjósarhrepp og Kaffi Kjós bjóða upp á þríþrautarkeppni við Meðalfellsvatn. Syntir verða 1200 metrar í Meðalfellsvatni, hjólaðir 25km inn í Hvalfjörð og hlaupnir 7km við vatnið.
Veitingar fyrir keppendur verða í boði í Kaffi Kjós að keppni lokinni. Ráðlagt er að synda í galla en gert er ráð fyrir að vatnið verði um 11-15°C.
Keppt verður í þremur aldursflokkum karla og kvenna: 16-39, 40-49 og 50+
Mæting er við Kaffi Kjós klukkan 8:00 þar sem afhending keppnisgagna verður, keppnisfundur 8:30.
Hér eru myndir af leiðum: sund, hjól og hlaup
Skráning ekki hafin eða ekki er lengur tekið við skráningu í þetta mót.