Menu

Þríþrautarorðabókin (2) Hjól

Time trial hjól (TT hjól): Þríþrautarhjól; eru hönnuð með hraða í huga og að vindmótstaða sé lágmörkuð. Stellið (carbon eða ál) er breiðara og knappara en á götuhjóli og örlítið þyngra. Á hjólunum er liggistýri (letingjar) en inní þeim er gírabúnaður þannig að skipt er um gíra fremmst á letingjunum. Letingjarnir gera hjólara kleift að vera í „aerodynamic“ stöðu þ.e. liggja fram á stýrið og þar með lágmarka vindmótstöðu. Þessi staða hjólara til lengdar er erfið og krefst þjálfunar. Hjólin eru bönnuð í götuhjólakeppnum en tilvalin í TT keppnum og þríþrautarkeppnum.

 

 

TT keppnir:Einstaklingar keppa við klukkuna á afmörkuðu stuttu keppnissvæði (t.d. 20km). Keppendur eru ræstir út með 1-2 mínútna millibili og er starttíminn miðaður við árangur í fyrri keppnum. Sá sem náði besta árangri í fyrri keppni er ræstur síðastur í þeirri næstu en það gefur honum þann möguleika að vita tíma helstu keppinauta. „Draft“ (skjólþegi) er bannað.

 

Racer/götuhjól:Götuhjól: Stell (Carbon eða ál) götuhjóla eru stíf og grönn. Dekkin eru mjó og og þá hafa svokölluð hrútastýri. Hönnun hjólsins tekur mið af því að minnka viðnám og vindmótstöðu. Hnakkurinn liggur ofar en stýrisbúnaður og stellið er þríhyrningslaga. Heildarþyngd þessara hjóla er oftast frá 6 – 10 kg. Hjólin henta vel til æfinga með hóp og fyrir keppni í götuhjólreiðum en þar eru brautirnar oft tæknilegar og þröngar.

 

Götuhjólakeppnir:Þessar keppnir taka mið af reglum alþjóðlega hjólreiðasambandsins. Vegalendir í þessum keppnum spanna oftast frá 30 km til 120km. Keppendur starta samtímis (hópstart eða rúllandi start) og mega vinna saman í hópum („draft – legal“). Liggistýri (letingjar) eru óleyfileg á götuhjólunum og þríþrautarhjól eru bönnuð.

 

Cyclocross: Þessi hjól eru mjög lík götuhjólum í en ólíkt þeim þá er pláss fyrir breiðari dekk s.s. vetrardekk eða nagladekk. Hjólin eru því tilvalin sem hraðskreið heilsársútihjól. Hjólin eru oft notuð utanvega, jafnvel í þungum, blautum, leðjukenndum aðstæðum. 

Aero: Til að ná sem mestum hraða á hjóli þarf að huga að þeim þáttum er valda mótstöðu og draga úr hraða. Aero („Kljúfa“) staða á hjóli er stelling hjólreiðamanns á hjólinu. Um 80% af mótstöðu má skýra út frá stærð og legu hjólreiðamannsins sjálfs. Aðrir þættir sem skipta miklu máli er form/gerð hjólsins, gjarðir, hjálmur, hnakkur og klæðnaður.

 

Letingi: Sköft með púðum fyrir olnboga sem hægt er að festa á stýrið. Á þríþrautarhjólum er letingi staðalbúnaður enda liggja gírarnir inn í sköftunum. Letingjar gera hjólreiðamanni kleift að liggja í „aero“ stöðu á hjólinu þ.e með olnboga á stýrisstönginni.
 

Power mælir/ Watta mælir:

FTP (Functional Threhold Power):

Cadence;

Draft;

NP (Normalized Power)

Average Power:

TSS (Training Stress Score);

VO2Max;

Bike fit;

Loftþrýstigur;

Gashylki;

Dekkjaklemmur;

Slöngur;

Dekk;

Keðjur;

Gjarðir;

Sveifasett;

Stell;

Gírabúnaður;

Kassetta;

Bremsur;

Klítar;

Skósmokkur;

 

 

 

 

 

 

back to top