Menu

Skráning er hafin í Kópavogsþríþraut 2012

Þríþraut Kópavogs verður haldin laugardaginn 12. maí n.k.

Mæting í Sundlaug Kópavogs, við Borgarholtsbraut kl. 8.00

Keppt er í tveim riðlum og er fyrri riðillinn ræstur í sund kl. 9.00 og seinni riðill kl. 9.10

Reglur:

Keppt er eftir keppnisreglum Þríþrautarnefndar ÍSÍ um þríþraut.

Keppt er í tveim aldursflokkum karla og kvenna og miðast aldurskipting við fæðingarárið 1972. Keppnin er hluti af stigakeppni ÍSÍ í þríþraut. Keppendur eru beðnir um að lesa sér til um keppnisreglur í þríþraut á http://triathlon.is/

ath. skylda er að hjóla með hjálm
ath. keppendur keppa á eigin ábyrgð

Keppnisbraut:

Sund 400 m,
Hjól 10 km
Hlaup 2.9 km

Þátttakendur þurfa að kynna sér keppnisbrautina og munu kort af brautinni birtast hér fljótlega

Keppendur mæta föstudaginn 11. maí 17.00 og 18.00 í Sundlaug Kópavogs til að nálgast keppnisgögn og verður farið með þá sem þess óska í sérstaka skoðunarferð um brautina kl. 18.00.

Þáttökugjald og skráning:

Þáttökugjald er kr. 2.000.- á keppanda. Keppendafjöldi er takmarkaður

Skráning fer fram hér: https://breidablik.felog.is/

Byrja þarf á því að skrá sig sem notanda með því að smella á "Nýskráning" neðst í innskráningarglugganum. Athugið að haka þarf við "Samþykkja skilmála" og síðan í nýskráningunni þarf að vera hakað við "Er jafnframt iðkandi"

Síðan er valið Námskeið/flokkar í boði og því næst Kópavogsþrautin 12.maí og smellt á Skráning á námskeið. Skrá þarf áætlaðan sundtíma og félag í athugasemdasvæðið.

Einungis 18 ára og eldri geta skráð sig inn í kerfið, ef skal skrá 16-17 ára keppanda getur forráðamaður skráð hann með því að velja að skrá nýjan iðkanda.

Verðlaun:

Veitt eru verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sæti í hvorum flokki.
Veitt eru sérstök verðlaun fyrir síðasta sætið
Veitt eru sértök verðlaun fyrir besta tíma á hverjum legg
Útdráttarverðlaun

Frekari upplýsingar fást hjá Þríkó:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða keppnisstjóra Sigurður Haraldsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s. 8621162 

back to top