Menu

Fjölskylduþríþraut Kópavogs 2012 í boði Tri.is og Þríkó

Fjölskylduþríþraut Kópavogs í boði Tri.is og Þríkó

Laugardaginn 12. júní klukkan 13:00. Mæting í Sundlaug Kópavogs síðasta lagi 12:10.

Keppnin er liðakeppni og eru þrír í hverju liði úr sömu fölskyldu td. foreldrar og barn, tvö börn og foreldri eða þrjú systkini. Keppendur skiptast á að synda, hjóla og hlaupa. Einnig mega börn 12-16 ára keppa ein.

Foreldrum er velkomið að fylgja börnum sínum á leiðinni. Góð brautarvarsla verður á hjólaleið

ath. skylda er að hjóla með hjálm

ath. keppendur keppa á eigin ábyrgð og börn á ábyrgð foreldra

Keppnisbraut

Sund 200 m
Hjól 5 km
Hlaup 1,2 km
Þátttakendur þurfa að kynna sér keppnisbrautina og hægt er að sjá kort af hennihér

 

Keppnisstjórn

Frekari upplýsingar fást hjá keppnisstjóra.

Sigurður Haraldsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þátttökugjald og skráning

Þátttaka er gjaldfrjáls en fjöldi liða/keppenda er takmarkaður. Skráning er hafin og er hægt að skrá sig hér

Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sæti.
Útdráttarverðlaun

back to top