Menu

Æfingabúðir með Macca og Nick Saunders

Þríkó stóð fyrir eins dags æfingabúðum, svokölluðu "clinic" með Chris McCormack (MACCA) og Nick Saunders í dag 6. ágúst 2015, í tenglsum við keppnina jarnmadurinn sem haldinn verður í Kjós næstkomandi laugardag.
 
Macca var í rúm tvö ár hæst metni þríþrautarmaður heims hjá ITU (International Triathlon Union) og varð fjórfaldur heimsmeistari, tvisvar í Kona, einu sinni "short" og einu sinni "long distance". Fór fjórum sinnum Ironman undir 8 tímum. Sigraði 12 Ironman og yfir 300 þríþrautarkeppnir. Honum til aðstoðar var Nick Saunders fyrrverandi pro Ironman og nú vinsæll þjálfari í Bretlandi.
 
Dagurinn hófst með kynningu á þeim félögum, þar sem farið var yfir dagskrá dagsins.  Síðan var hlaupaæfing, þar sem farið var yfir góðar upphitunar- og niðurhlaups æfingar. Synt var í sundlaug Kópavogs þar var lögð áhersla á það sem máli skiptir í "open water" keppnum og eftir sund og hádegismat var 90 mínútna hjólaæfing. 
 
Í lok dags var svo boðið upp á spurningar, þar sem þeir félagar svöruðu öllum spurningum af einlægni og gáfu þátttakendum góð ráð. 
 
Þríkó þakkar öllum þeim sem tóku þátt og við hlökkum til Járnmannsins á laugardag, sjá nánar á www.jarnmadurinn.is 
back to top