Menu

Upplifi einstaka gleðitilfinningu þegar ég er að hjóla

Guðný Katrín Einarsdóttir gengur undir gælunafninu Frú formaður meðal félagsmanna Þríkó, þar sem eiginmaður hennar Einar Járnkarl Kristinsson er formaður Þríkó. Henni finnst hjólið langskemmtilegast en stefnir á að synda 1500 metra, hjóla 180 km og hlaupa heilt maraþon 42,2 km í sumar. 

Fullt nafn: Guðný Katrín Einarsdóttir
Aldur: 50 ára
Heimabær: Kópavogur
Fjölskylda: Gift Einari járnkarli Kristinssyni og eigum við saman Steinunni 24, Odd 22, Unni 18 og Óðinn 16.
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? Hef hjólað lengi en byrjaði að synda haust 2014 og er á byrjunarreit með hlaupin.
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Hjólið er langskemmtilegast. Ég upplifi einstaka gleðitilfinningu þegar ég hjóla, hvort sem ég er að æfa, ferðast um landið eða hjóla í rólegheitum á milli staða.
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Félagsskapurinn og Garmin úrið mitt
Uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? Ekkert sérstakt, góðar púðabuxur eru auðvitað nausynlegar og það eru sundgleraugun líka. Annars er ég er frekar nægjusöm þegar kemur að búnaði. Það eru einhverjir aðrir í fjölskyldunni sem sjá um að ég eigi það sem til þarf.
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Ég á ekki neina keppnisdrauma ennþá. Einbeit mér að því að vinna upp grunnþol og tækni.
Mesta afrekið í þríþrautinni? Hef ekkert afrekað á sviði þríþrautar enn sem komið er en ég hef sjanað við keppnisfólks á mótum í mörg ár og fylgst með sportinu vaxa frá því sjónarhorni. En minn tími mun koma.
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku / skipt á greinar? Ég stefni að því að nota þrjá tíma í lauginni, fimm tíma á hjóli og þrjá tíma að hlaupum á viku.
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Félagar mínir í þríkó. Algjörir snillingar.
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Að geta synd 1500 metra í einni lotu á árinu og það tókst. Að hlaupa ekkert og það tókst fullkomlega. Að verkstýra Jökulmílunni og það gekk líka vel.
Hver eru markmið ársins 2015? Að geta synt 3800 metra, hjólað 180 km og hlaupið maraþon og helst ekki vera síðust í mark. Sundmarkmiðinu ætla ég að ná í maí, Hjólamarkmið í tengslum við Jökulmíluna ef aðstæður verða góðar annars á Suðurlandsundirlendinu að næturlagi í sumar og heilt Reykjavíkurmaraþon í ágúst.
Annað: Markmið mitt með því að æfa þríþraut með ÞRIKO er að viðhalda góðri heilsu og hafa gaman með skemmtilegu og hvetjandi fólki.

back to top