Menu

Draumar eru ókeypis en markmið kosta vinnu

Guðrún Björk Geirsdóttir, Gúa mætti á þríþrautarnámskeið haustið 2012 hjá Karen Axels á hlaupskóm sem svipaði til skriðdreka. Hún elskar Tacx trainerinn sinn, enda sést hún á æfingum í Strava og í hinum ýmsu keppnum um allan heim á þessum "virtual" trainer. Það hefur reynst henni best að vera með sértæk markmið og skrifa þau á blað. Gúa er að fara ásamt fimm öðrum ÞRÍKÓ stelpum, sem kalla sig sexurnar í Ironman í Flórída í maí.

Fullt nafn: Guðrún Björk Geirsdóttir, en alltaf kölluð Gúa
Aldur: 46
Heimabær: Reykjavík
Fjölskylda: Eiginmaðurinn Hallgrímur Óli, dæturnar Jóhanna Ýr og Birta Lind og hundurinn Skuggi.
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? Er eiginlega bara rétt að byrja. Fór á þríþrautarnámskeið hjá Karen Axels haustið 2012. Mætti þangað á frúarhjóli með bögglabera og körfu, og í hlaupaskóm sem svipaði til skriðdreka. Eftir Fimm vikna námskeið var endað á sprettþrautinni í Keflavík og er það eina þríþrautarkeppnin sem ég hef keppt í enn sem komið er. Í framhaldi fjárfesti ég í betri búnaði, skóm, hjólum og Garmin úri og fór að mæta á æfingar hjá Karen og Vigni niður í Bootcamp – fór síðan með þeirra hóp í eina æfingferð til Tenerife í febrúar 2013. Eftir það gerði ég hlé á æfingum þar til ég skráði mig í Þríkó í október 2013 en þá gerðist ég nokkurs konar styrktaraðili í Þríkó þar sem ég æfði ekkert af viti, keppti þó í nokkrum hjólakeppnum síðasta sumar og hafði gaman af. Í haust ákvað ég þó að taka þetta fastari tökum enda veitir ekki af þar sem ér er á leiðinni í mitt fyrsta Maraþon í Köben í maí, og í Ironman Florida í nóvember.
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Hjólið – því þar fer maður hraðast
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Góða skapið og æfingafélagarnir
Uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? Tacx trainerinn hefur bjargað mér þegar ég hef ekki getað haldið hefðbundnum æfingatímaáætlunum
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Draumurinn er eiginlega ekki lengur draumur, heldur er hann orðinn að markmiði: Ironman Florida 7 nóvember 2015. Draumar eru ókeypis en markmið kosta vinnu ;-)
Mesta afrekið í þríþrautinni? Að hlaupa 3 km í rennblautum leðurskóm og hjóla allan tímann í sama gír í sprettþrautinni í Keflavík -
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku / skipt á greinar? Hjólið hefur algerlega verið ríkjandi hjá mér undanfarið vegna tognunar á hálsi – er þó að detta í gírinn og þá stefni á að halda skiptingunni svona nokkurn veginn sund 3 hjól 7 hlaup 4.
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Þær eru nú allmargar og erfitt að nefna einhverja sérstaka, þar sem skvísurnar í Þríkó hafa allar verið mjög gefandi og hef ég lært mikið af þeim – að öllum öðrum ólöstuðum, þá kenndi Ása Magg mér mikið í brekkunum á Tenerife – Kristjana Bergs hefur gefið mér mörg góð ráð varðandi ýmsa praktiska hluti sem hvergi eru til á blaði. Halldóra hefur sýnt að ekkert er ómögulegt og Sigga kennt mér að það er alltaf til bjartari hlið á öllum hlutum. Anna Helgadóttir hefur svo sannarlega sýnt mér og sannað að ástundun skilar sér í árangri allar hinar skvísurnar eru svo hver með sitt element sem veitir innblástur – hver á sinn hátt.
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Markmið ársins var að hlaupa ½ maraþon – og það tókst bærilega í Reykjavíkurmaraþoninu í haust. Jafnframt var Jökulmílan tekin – og mæli ég með henni við alla, ógleymanleg í alla staði.
Hver eru markmið ársins 2015? markmið ársins 2015 eru heldur sérstækari en í fyrra, – og eru þar nokkur stór og önnur smá. Stærri markmiðin eru að hlaupa fyrsta Maraþonið, og verður það gert í Köben í maí og síðan á að fara í Járnkarl í Florida í nóvember með Sexunum, en við erum sex hressar kellur sem erum að fara þangað. Nokkrar aðrar keppnir eru á listanum, sem flestar eru liður í undirbúning fyrir Florida. Hlaðborð – sneisafullt af skemmtilegum áskorunum bíður eftir að vera klárað !
Það hefur reynst mér best að setja markmiðin á blað og hafa þau sértæk.
Það heldur mér þá við efnið – því það er ekki annað í boði en að standast þau.

back to top