Menu

TT hjólið er uppáhaldsgræjan enda ógeðslega töff

Hjólið er uppáhaldsgrein Margrétar Pálsdóttur enda sterkasta greinin hennar, svo finnst henni bara svo gaman að hjóla hvort sem er á fjallahjólum eða racer. Fyrst Open Water þríþrautarkeppnin á Laugarvatni er mesta afrekið.
Margrét er búin að skrá sig í sinn fysta Ironman í Barcelona í haust og óskum við henni góðs gengis í æfingunum framundan. 

Fullt nafn: Margrét Pálsdóttir
Aldur: 37
Heimabær: Kópavogur
Fjölskylda: 3 hressir gríslingar
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? Vorið 2010
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Hjólið, ekki spurning ;) Líklega af því ég er sterkust þar og svo finnst mér bara svo gaman hjóla, hvort sem það er racer, TT eða fjallahjól. 
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Gleðin og smá keppnisskap ;)
Uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? TT hjólið, ógeðslega töff
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Væri geggjað að komast einhvern tímann til Kona...
Mesta afrekið í þríþrautinni? Ætli það hafi ekki bara verið fyrsta open water keppnin, Ólympísk á Laugarvatni í fyrra. Var ansi langi að mana mig upp í þora í það.
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku / skipt á greinar? Núna er ég að miða við 8-12 tíma. Hjólið ca. 50%, hlaup 20%, styrktaræfingar 20% og sund 10%. Fer svo að minnka styrktaræfingarnar með vorinu og þá kemur sundið inn í staðinn.
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Karen Axels, frábær íþróttamaður og fyrirmynd í alla staði. 
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Planið var að einbeita mér algjörlega að hjólinu og ná góðum árangri í keppnum sumarsins, aðallega götuhjólakeppnum og TT. Það gekk bara nokkuð vel og ég var önnur í bikarkeppni sumarsins í hópstarti og náði mínum besta tíma í TT. Ég náði samt ekki alveg að halda mig frá þríþrautinni og tók þátt í nokkrum þríþrautakeppnum og skellti mér í mitt fyrsta maraþon í ágúst.
Hver eru markmið ársins 2015? Klára IM Barcelona með sæmd og helst á þokkalegum tíma líka ;)

back to top