Menu

Jökulmílan verður aðalkeppnin

Margrét Ágústsdóttir byrjaði að æfa þríþraut árið 2011. Hún hefur tekist á við veikindi af miklu æðruleysi og krafti og markmið hennar er ná auknu þreki aftur. Hún er alltaf glöð og æfingarnar og félagsskapurinn hafa verið henni mikilvæg á þessari vegferð. 

Fullt nafn: Margrét Ágústsdóttir
Aldur: 57 ára
Heimabær: Kópavogur
Fjölskylda: 3 uppkomin börn í útlöndum. 2 hundar heima.
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? 2011
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Var fyrst hjólið því ég byrjaði þar, en núorðið get ég ekki gert uppá milli greina. Finnst þetta allt gott og gaman
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Gott skap og skemmtilegir félagar
Uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? Garmin úrið mitt, 910XT en annars finnst mér allt dót tengt þessu mjög skemmtilegt.
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Dreymir um heilan IM einhverntíman þegar þrekið er orðið betra
Mesta afrekið í þríþrautinni? Hálf Ólympísk í Hafnarfirði sumarið 2012
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku / skipt á greinar? 8-10 tíma, 70% hjól, 30% hlaup, sundið hefur orðið útundan en það stendur til bóta
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Kristjana Bergsdóttir massar hverja þríþrautina eftir annarri og er 5 árum eldri en ég. Ætla að verða eins og hún.
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Að ná þreki eftir veikindin en ég greindist með krabbamein í ágúst 2012 og kláraði lyfjameðferð í mars 2013. Hefur ekki gengið sem skyldi því ég er enn að slást við járnskort eftir þetta.
Hver eru markmið ársins 2015? Jökulmílan verður mín aðal keppni þetta árið. Ætla líka að taka nokkur styttri hlaup, td 10K í Vorþoninu og RM. Prolouqe keppnirnar og eina sprettþríþraut.
Annað: Æfingarnar og félagsskapurinn hefur verið mér afskaplega mikils virði á þessari leið minni til baka í sportið.

back to top