Menu

Glæsilegur árangur

Við óskum Viðari Braga Þorsteinssyni félaga okkar og þjálfara í Þríkó innilega til hamingju með glæsilegan árangur á heimsmeistarakeppninni í Ironman í Kona á Hawai.

Viðar lauk keppninni á 10 klst 9 mínútum og 21 sek og náði 85 sæti í aldursflokki af 288 þátttakendum, 449 af 1566 karlmönnum og 484 af 2.187 þátttakendum. 

Þetta er besti árangur Íslendings á heimsmeistarakeppninni og Viðar er eini íslenski karlmaðurinn sem hefur lokið þessari keppni.

Hér má sjá stutt myndbrot frá keppninni, en sjónvarpsmynd um Ironman keppnina verður sýnd á RÚV í janúar næstkomandi.

Þurý Guðmundsdóttir var einnig fulltrúi Íslands í keppninni og lauk henni á 12 klst 43 mín og 43 sek - við óskum henni innilega til hamingju en Þurý er búsett í Bandaríkjunum.

Haukur Heimisson tók einnig þátt í keppninni og lauk henni á 10 klst 52 mín og  32 sek, en hann er breskur ríkisborgari og keppir fyrir hönd Bretlands. Við óskum honum einnig innilega til hamingju.  

 

back to top