Menu

Kjósarspretturinn þríþraut

Þríkó í samstarfi við Kjósarhrepp og Kaffi Kjós bjóða upp á þríþrautarkeppni við Meðalfellsvatn, SUNNUDAGINN 27. JÚLÍ, klukkan 09:00.

Syntir verða 1200 metrar í Meðalfellsvatni, hjólaðir 25 km inn í Hvalfjörð og hlaupið er 7 km við Meðalfellsvatn. 

Veitingar fyrir keppendur verða í boði Kaffi Kjós að keppni lokinni. 

Ráðlagt er að synda í galla, en gert er ráð fyrir að vatnið verði um 10-15°C. 

Engin sturtuaðstaða er á staðnum, en bent er á sundlaugar á Kjalarnesi Klébergslaug (20 km) og á Hvalfjarðarstörnd á Hlöðum (37 km).

Skráning fer fram hér:

Skráningargjald er 2000 kr.

Keppt verður í þremur aldursflokkum karla og kvenna: 16-39 ára, 40-49 ára og 50 ára +.

Mæting við Kaffi Kjós klukkan 08:00 þar sem afhending keppnisgagna verður og keppnisfundur klukkan 08:30. 

Keppnisbrautir (með fyrirvara um breytingar)

Synt í Meðalfellsvatni frá skiptisvæði austast í vatninu 600 m með norðurströndinni til vesturs, snúið við og synt til baka með ströndinni að skiptisvæði alls 1200 metrar.

 

Hjólað vestur Meðalfellsveg í átt að Hvalfirði beygt inn Hvalfjörð og yfir Laxá í Kjós þá beygt til hægri í upp Kjósarskarðsveg og snúið við á keilu við Vindás og sömu leið til baka. Alls 25km.

 

Hlaupið til suðurs inn að Sandá snúið þar hlaupið til baka og beygt til austurs að heimkeyrslu Eyja og tila baka að Kaffi Kjós. Um það bil 7km.

back to top