Menu

Kópavogsþríþrautin 2014

 KÓPAVOGSÞRÍÞRAUTIN SKRÁNING

Að þessu sinni er þrautin Íslandsmót í Sprettþraut, keppt er eftir reglum þríþrautarnefndar, sjá: http://www.triathlon.is/?page_id=1211 

Vegalengdir eru 400 m sund, 10,3 km hjól og 3,5 km hlaup.

Synt er í Sundlaug Kópavogs, skiptisvæði er á Rútstúni fyrir neðan sundlaugina.

Ræst verður í þremur riðlum.

3. riðillinn er sérstaklega tileinkaður byrjendum. Hver riðill getur verið allt að 60 manns sem munu synda í einu á öllum 10 brautum stóru laugarinnar, og hlaupa svo niður á skiptisvæðið á Rútstúni.  Þá tekur hjólið við, þar sem hjólaðir eru 3 hringir út fyrir Kársnes og framhjá sundlauginni sem endar aftur á skiptisvæði á Rútstúni, þar sem skipt er yfir á hlaupaskó og hlaupnir 2 hringir inn Kópavogsbraut út fyrir Sunnuhlíð niður að Kópavoginum og til baka.  Hér má sjá kort af leiðinni.

Afhending gagna er í versluninni TRI.IS laugardaginn 17. maí, kl. 13 - 15

Ekki verður hægt að skrá sig á keppnisdag.

Dagskrá

8:10 Tæknifundur með yfirdómara á Rútstúni

8:40 1. riðill ræstur

9:06 2. riðill ræstur

9:32 3. riðill ræstur.

10:30 Verðlaunaafhending


FJÖLSKYLDU OG UNGLINGAÞRAUTIN SKRÁNING

Þríþrautin er liðakeppni þar sem einn liðsmaður sér um að synda, annar tekur við á hjólinu og sá þriðji hleypur. Þó má einn keppandi taka alla þrautina einn og er þá nægilegt að skrá nafn sundmanns, fæðingarár keppanda og tegund hjóls (tveir flokkar í boði, keppnishjól og önnur hjól) , tveir aldursflokkar eru í boði í einstaklingsþrautinni, 12-13 ára og 14-15 ára. Þrautin er í boði Tri.is og Þríkó og því ekkert keppnisgjald.

Afhending gagna er í versluninni TRI.IS laugardaginn 17. maí, kl. 13 - 15 

Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum milli 11:30 og 12:30. 

Vegalengdir eru 200m sund, 5 km hjól og 1,5 km hlaup

Hlaupabraut :http://www.thriko.is/images/koptir2014/HlaupFjolsk_2014.PNG

Hjólabraut

Dagskrá:

  • 11:00 -12:30 Skráning á staðnum og afhending gagna.   
  • 13:00 Fjölskylduþrautin
  • 13:10 Unglingaþrautin  (ef fleiri en 60 þáttakendur skrá sig verður ræst í 2 riðlum)
  • 14:00 Verðlaunaafhending

 

 

back to top