Menu

Íslandsmeistaramót Garpa 2014

Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi (IMOC=Icelandic Masters Open Championships) 2014 var haldið í Kópavogssundlauginni 2.-3. maí síðastliðinn.

Sunddeild Breiðabliks var annað fjölmennasta liðið, eða með 36 þátttakendur (16 konur og 20 karla) og var sunddeild Breiðabliks með fjölmennasta hóp kvenna af öllum og voru mjög margir Þríkó félagar þátttakendur.  Fjöldi skráninga hjá okkar fólki voru samtals 157 eða 143 skráningar auk 14 boðssundsskráninga. 

Sunddeild Breiðabliks náði góðum árangri og varð í öðru sæti. Félagar fengu marga Íslandsmeistaratitla eða 38 og voru margir að keppa í fyrsta sinn. Heildarverðlaun félaga voru um 110. 

Mikil ánægja var með mótið og mikil aukning þátttakenda eða um 50% frá fyrra ári.  Mikið stuð var svo um kvöldið í lokahófinu. 

Niðurstöður eru hér:

Myndir frá mótinu er að finna hér:

 

back to top