Menu

Hjólaæfing og Kruðerí

Það var fjölmenn útiæfing hjá Þríkó-Hjól og Hjólamönnum síðastliðinn sunnudag.

Þetta var síðasti dagur hvíldarviku svo hjólaæfingin var mjög róleg og frekar stutt eða innan við 2 klst en hún endaði í kruðeríi í bakaríi á Nýbýlavegi, þar sem innpúkarnir (sem hjóla inni á sama tíma) sameinast útihjólurunum.

 Við hvetjum alla Þríkó félaga til að mæta á sunnudagsæfingar hvort sem er inni eða úti og mæta á eftir í kruðerí, þar sem er spjallað um nýjustu græjur og sportið almennt.

back to top

Sundæfingar

mán: 19:30 - 20:30. (þjálfari)

mán: 5:50 - 7:00 (enginn þjálfari)

mið: 19:30-20:30.  (þjálfari)

mið: 5:50 - 7:00 (þjálfari)

lau: 11:00 - 12 (þjálfari) lykilæfinging

Hjólaæfingar

Samhjól þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00 til 20. sept og sunnudaga kl.9:00, frá Smáranum allt árið.

Dagskrá frá og með 23.september:

þriðjudaga og fimmtudaga á wattahjólum í Sporthúsinu:
kl. 17:15, 18:40 og 20:05 (3 tímar í boði en 18:40 sérlega tileinkaður þríþraut)
 
sunnudaga útihjól kl. 9:00 - 12:00 (1-4 tímar) lykilæfing
sunnudaga innihjól kl. 9:00 - 12:00

Hlaupaæfingar

Vetur (hefst í lok okt): hlaup á hlaupabretti í Sporthúsinu á miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 9:00

Stutt hlaup (10mín) eftir innihjól á hlaupabretti á þriðjudögum og fimmtudögum

Sumar: Hlaup á miðvikudögum frá Kópavogslaug kl. 17:30 (hraðaæfinga á Kópavogsvelli) og laugardögum kl. 9:00