Menu

Gleðin er ómissandi á þríþrautaræfingum

Siggi Nikk er búinn að æfa þríþraut frá árinu 2012 og hefur farið tvisvar í Ironman keppni, í Austurríki 2013 og í Kaupmannahöfn 2014. Hann segir gleðina ómissandi á þríþrautaræfingum og hvetur alla til að muna eftir að brosa, enda er hann alltaf brosandi.

Fullt nafn: Sigurður S Nikulásson
Aldur: 42
Heimabær: Kópavogur
Fjölskylda: Kona og 2 börn
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? 2012
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Hjól, hraðinn og rennslið
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Gleðin
Uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? Úrið og nestið
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Laugum 
Mesta afrekið í þríþrautinni? Topp 10 besti tími á ISL í Ironman
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku / skipt á greinar? Eins mikið og ég get
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Nei
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Að komast undir 10 klst í IronMan náði 10.01.16
Hver eru markmið ársins 2015? Keppa í öllum þríþrautarmótum, hlaupamótum, hjólamótum á Íslandi og hlaupa Laugaveginn.
Annað: Ekki gleyma að brosa :-)

back to top

Sundæfingar

mán: 19:30 - 20:30. (þjálfari)

mán: 5:50 - 7:00 (enginn þjálfari)

mið: 19:30-20:30.  (þjálfari)

mið: 5:50 - 7:00 (þjálfari)

lau: 11:00 - 12 (þjálfari) lykilæfinging

Hjólaæfingar

Samhjól þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00 til 20. sept og sunnudaga kl.9:00, frá Smáranum allt árið.

Dagskrá frá og með 23.september:

þriðjudaga og fimmtudaga á wattahjólum í Sporthúsinu:
kl. 17:15, 18:40 og 20:05 (3 tímar í boði en 18:40 sérlega tileinkaður þríþraut)
 
sunnudaga útihjól kl. 9:00 - 12:00 (1-4 tímar) lykilæfing
sunnudaga innihjól kl. 9:00 - 12:00

Hlaupaæfingar

Vetur (hefst í lok okt): hlaup á hlaupabretti í Sporthúsinu á miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 9:00

Stutt hlaup (10mín) eftir innihjól á hlaupabretti á þriðjudögum og fimmtudögum

Sumar: Hlaup á miðvikudögum frá Kópavogslaug kl. 17:30 (hraðaæfinga á Kópavogsvelli) og laugardögum kl. 9:00