Menu

Markmiðið að hafa gaman og komast í gott form

Við kynnum til leiks einn af nýliðunum í Þríkó, en Jóhanna Benediktsdóttir byrjaði að æfa með Þríkó í janúar á þessu ári.
Fullt nafn: Jóhanna Benediktsdóttir
Aldur: 43 ára
Heimabær: Kópavogur
Fjölskylda: Tvær dætur og eiginmaður
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? Janúar 2015
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Sundið því það er allt í senn ljúft, hressandi og heilandi
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Ekki búin að skoða nægilega vel.
Mesta afrekið í þríþrautinni? Er á byrjunarreit.
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku / skipt á greinar? Sund 3x , spinning 1x og hlaup 2x
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Nei
Hver eru markmið ársins 2015? Að hafa gaman af og komast í gott form.

back to top

Sundæfingar

mán: 19:30 - 20:30. (þjálfari)

mán: 5:50 - 7:00 (enginn þjálfari)

mið: 19:30-20:30.  (þjálfari)

mið: 5:50 - 7:00 (þjálfari)

lau: 11:00 - 12 (þjálfari) lykilæfinging

Hjólaæfingar

Samhjól þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00 til 20. sept og sunnudaga kl.9:00, frá Smáranum allt árið.

Dagskrá frá og með 23.september:

þriðjudaga og fimmtudaga á wattahjólum í Sporthúsinu:
kl. 17:15, 18:40 og 20:05 (3 tímar í boði en 18:40 sérlega tileinkaður þríþraut)
 
sunnudaga útihjól kl. 9:00 - 12:00 (1-4 tímar) lykilæfing
sunnudaga innihjól kl. 9:00 - 12:00

Hlaupaæfingar

Vetur (hefst í lok okt): hlaup á hlaupabretti í Sporthúsinu á miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 9:00

Stutt hlaup (10mín) eftir innihjól á hlaupabretti á þriðjudögum og fimmtudögum

Sumar: Hlaup á miðvikudögum frá Kópavogslaug kl. 17:30 (hraðaæfinga á Kópavogsvelli) og laugardögum kl. 9:00