Menu

Stefni á að klára keppnir með sóma

Fullt nafn: Anna Helgadóttir
Aldur: 46 ára
Heimabær: Bý í Grafarvoginum í Reykjavík
Fjölskylda: Í sambúð með Kristjáni Sigurðssyni og á 2 börn, Maríönnu 21 árs og Marinó 17 ára.
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? Á haustmánuðum 2013
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Erfitt að gera upp á milli sundsins eða hjólreiðanna. Styrkur minn liggur líklegast í sundinu, þar sem ég hef stundað garpasundæfingar „ON“ / „OFF“ í gegnum mína fullorðinstíð. Hjólreiðarnar hafa svo komið skemmtilega á óvart. Ég keypti mér minn fyrsta racer í vor, og hellti mér útí keppnishjólreiðar! Náði að bæta mig heilmikið í hjólreiðunum á síðasta ári. Hlaupin eru líka ágæt, en ég hugsa að það sé óhætt að segja að ég sé lélegust í þeim.
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Drykkjarvatn, en orkudrykkur á löngum æfingum. Svo er náttúrulega Garmin 310XT úrið mitt ómissandi („ef æfingin er ekki skráð þá gerðist hún ekki“). Það er nauðsynlegt að fylgjast með púlsi, vegalengdum og pace-i/hraða á meðan á æfingum stendur.
Uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? Wet-suitið er í uppáhaldi. Maður upplifir sig svo svakalega PRO þegar maður er kominn í búninginn 
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Mér finnst ½ IM mjög spennandi áskorun. Ætla að láta þann draum rætast í sumar.
Mesta afrekið í þríþrautinni? Þar sem ég er byrjandi í þríþrautarbransanum, þá er afrekaskráin mín ekki mjög löng. Hef keppt í 3 þríþrautarkeppnum, þ.e. Kópavogssprettþrautinni 2014, hálfri ólympískri þraut SH 2014, og svo Kjósarsprettinum 2014. Sumarið 2014 tók ég einnig þátt í Jökulmílunni (hjólreiðakeppni 160km) sem er ágætis afrek. Í hlaupum er mesta afrekið keppni í ½ maraþoni sem ég tók þátt í október 2014.
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku / skipt á greinar? Hef æft að meðaltali 9 tíma á viku undanfarna mánuði. Hef verið að reyna að leggja meiri áherslu á hlaupin undanfarið, á kostnað sundsins þannig að skiptingin er circa svona: 1 sund/5 hjól/3 hlaup.
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Stelpurnar í Þríkó eru mínar fyrirmyndir. Þetta eru mjög flottar stelpur, þær setja sér metnaðarfull markmið og slá sko ekki slöku við í æfingum til að ná þeim.
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Markmiðin mín 2014 gengu að mestu leyti út á það að taka þátt í hinum ýmsu keppnum. Ég stefndi að því að taka þátt í þríþrautarkeppnum og endaði á því að taka þátt í þremur slíkum. Einnig stefndi ég að því að taka þátt í Jökulmílunni og það tókst. Í sundinu hafði ég hinsvegar metnaðarfull markmið um að bæta tímana mína. Mér til mikillar ánægju þá tókst mér að bæta mig heilmikið í sundinu. Það þakka ég góðum sundæfingum hjá Þríkó sem byggja m.a. á að synda á CSS hraða (critical swim speed), sem er algerlega að virka. Í fyrravetur var ég líka mun duglegri við að æfa sundið miðað við núna.
Hver eru markmið ársins 2015? Er farin að færa mig uppá skaftið hvað markmið varðar, en ætla þó ekki að fara „alla leið“ þetta árið (þ.e. ætla ekki að taka þátt í IM eins og svo margar af Þríkó stelpunum!!). Mun láta ½ IM duga í sumar, og taka þátt í þeirri keppni annað hvort í Hafnarfirði eða í Kjósinni. Einnig langar mig að taka þátt í maraþoni í haust. Hef engin sérstök tímamarkmið fyrir þessar keppnir, en stefni bara að því að klára þessar keppnir með sóma.

back to top

Sundæfingar

mán: 19:30 - 20:30. (þjálfari)

mán: 5:50 - 7:00 (enginn þjálfari)

mið: 19:30-20:30.  (þjálfari)

mið: 5:50 - 7:00 (þjálfari)

lau: 11:00 - 12 (þjálfari) lykilæfinging

Hjólaæfingar

Samhjól þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:00 til 20. sept og sunnudaga kl.9:00, frá Smáranum allt árið.

Dagskrá frá og með 23.september:

þriðjudaga og fimmtudaga á wattahjólum í Sporthúsinu:
kl. 17:15, 18:40 og 20:05 (3 tímar í boði en 18:40 sérlega tileinkaður þríþraut)
 
sunnudaga útihjól kl. 9:00 - 12:00 (1-4 tímar) lykilæfing
sunnudaga innihjól kl. 9:00 - 12:00

Hlaupaæfingar

Vetur (hefst í lok okt): hlaup á hlaupabretti í Sporthúsinu á miðvikudögum kl. 17:30 og laugardögum kl. 9:00

Stutt hlaup (10mín) eftir innihjól á hlaupabretti á þriðjudögum og fimmtudögum

Sumar: Hlaup á miðvikudögum frá Kópavogslaug kl. 17:30 (hraðaæfinga á Kópavogsvelli) og laugardögum kl. 9:00