Menu

Viðar Bragi IRONMAN nr.1341

Ríkisútvarpið Sjónvarp (RÚV) sýnir heimildamyndina Viðar Bragi IRONMAN Nr.1341, mánudagskvöldið 29.desember næstkomandi klukkan 20:00. 
Íslensk heimildarmynd þar sem Viðari Braga Þorsteinssyni er fylgt eftir. Hann er fyrsti íslenski karlmaðurinn sem kemst á heimsmeistaramót í Ironman sem haldið er á Hawaii ár hvert. Keppendur synda 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa að lokum maraþon, 42,2 km. Fyrsta keppnin var haldin á Hawaii á áttunda áratugnum. Aðeins efstu menn á járnkarlsmótum sem haldin eru um allan heim, komast á sjálft heimsmeistaramótið Ironman. Keppendur á mótinu voru 2.198 og keppt í kvenna- og karlaflokki. Í sjónvarpsmyndinni er fylgst með Viðari Braga í keppninni og undirbúningi hennar, á Hawaii og Íslandi. Rætt er við Viðar um æfingar fyrir keppnina sem tóku 6-8 mánuði, liðsstjóra hans og fjölskyldu sem fylgdi honum alla leið.

Sjá stiklu um myndina hér:

back to top